is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35245

Titill: 
  • Áhrif fjárhættuspila á hagkerfi: Á að stefna að einkavæðingu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég greina fjárhættuspilamarkaðinn á Íslandi og athuga hvort
    núverandi fyrirkomulag hans sé hið eina rétta, eða hvort hægt sé að bæta það. Í fyrstu er rekin saga fjárhættuspila, síðan verða erlendir markaðir skoðaðir til að sjá hvernig fyrirkomulaginu er háttað í öðrum ríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Síðan eru lög og reglugerðir hérlendis skoðaðar til að komast að því hvernig fyrirkomulagið er í raun og veru. Þátttaka Íslendinga í fjárhættuspilum er síðan skoðuð og athugað hver þróun hennar er. Útskýrt verður af hverju höfundi finnst líklegt að hún færist í meira mæli til útlanda á næstu árum. Spilafíkn, sem getur verið afleiðing af notkun fjárhættuspila, er svo skilgreind og tíðni hennar hérlendis skoðuð.
    Því næst eru áhrif fjárhættuspila á hagkerfi könnuð, þar eru neikvæð áhrif eins og
    samfélagslegur kostnaður við spilafíkla og aukin glæpatíðni. Fyrir utan skemmtun og spennu þess sem stundar fjárhættuspil þá eru jákvæð áhrif fjárhættuspila til dæmis þau atvinna skapast, spilavíti geta aukið ferðamannastraum og ríkissjóður getur hagnast gríðarlega. Hvort sem það eru skatttekjur sem ríki fá frá einkafyrirtækjum, eða eins og hérlendis þar sem ríkið græðir háar fjárhæðir á því að hafa markaðinn í höndum sér. Á Íslandi rennur hagnaðurinn af allri löglegri fjárhættuspilastarfsemi til góðgerðarfélaga á borð við Rauða krossinn, Öryrkjabandalag Íslands, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta og Ólympíusamband Íslands, SÁÁ og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
    Að lokum er það ráðlagt að farið verði í það að taka markað með fjárhættuspil
    hérlendis til skoðunar og gerðar verði endurbætur til þess að gera hann samkeppnishæfari við hinn erlenda markað sem sækir að íslenskum neytendum nú á tímum alþjóða- og tæknivæðingar. Svíþjóð er nefnt sem fyrirmyndarríki í þessum málum þar sem bæði eru ríkisrekin og einkarekin fyrirtæki á markaði.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð Klár PDF.pdf542,93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf215,67 kBLokaðurYfirlýsingPDF