is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35249

Titill: 
  • Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu: Er það góð aðferð til að meta mikilvægi atvinnuvegarins?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegur hefur verið einn mikilvægasti atvinnuvegur landsins og átti stóran þátt í því að færa Ísland úr flokki fátækra þjóða yfir í efnaðra. Sjávarútvegurinn hefur verið einn helsti drifkraftur hagvaxtar hér á landi og þó vægi greinarinnar hafi farið minnkandi er það þó enn verulegt.
    Í þessari ritgerð verður hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu skoðuð og hvaða þættir hafa haft áhrif á þær breytingar sem hafa orðið á framlagi atvinnuvegarins. Jafnframt verður hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu skoðuð, þ.e. veiðar og vinnsla, og hlutdeild sjávarklasans í heild sinni. Meginmarkmið ritgerðarinnar er svo að skoða hvort hlutdeild í landsframleiðslu sé góð greining á mikilvægi sjávarútvegsins.
    Hagtölur sýna að sjávarútvegurinn er mikilvægur atvinnuvegur á Íslandi en þó svo að tölurnar geti verð upplýsandi geta þær vanmetið þýðingu hans. Sjávarútvegurinn er svokallaður grunnatvinnuvegur og sem slíkur þarf hann að leggja meira til landsframleiðslunnar heldur en sem nemur beinu framlagi hans. Mikilvægi sjávarútvegs í gjaldeyrisöflun og í vinnuaflsnotkun ásamt byggðaþróun landsins stuðluðu að því sjávarútvegurinn varð grunnatvinnuvegur. Gögn um þessa þætti sýna fram á mikilvægi sjávarútvegsins sem ekki væri jafn augljóst að sjá eingöngu út frá hlutdeild greinarinnar í landsframleiðslu.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-BSc.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf82.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF