is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35251

Titill: 
  • Sjálfbærir fjármálamarkaðir innan ESB: Samband nýrra reglugerða á sviði sjálfbærra fjármála við umhverfisstefnu ESB.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samhliða auknum skuldbindingum á sviði loftslags- og umhverfismála síðustu ár hefur Evrópusambandið fundið sig knúið til að leggja áherslu á sjálfbær fjármál. Ritgerðin segir frá þremur reglugerðum á sviði sjálfbærra fjármála um flokkunarkerfi til að auðvelda sjálfbærar fjárfestingar, upplýsingagjöf tengda sjálfbærni og sjálfbærar viðmiðanir. Reglugerðirnar eiga að virkja fjármálamarkaði svo ESB geti staðið við markmið sín og alþjóðlegar skuldbindingar. Eðli sambands reglugerðanna við umhverfisrétt er hins vegar óljóst, sérstaklega í ljósi þess að þær byggja ekki á lagaheimild umhverfismála, 1. mgr. 192. gr. SSESB, heldur á lagaheimild sem heimilar samræmingu innri markaðarins, 114. gr. SSESB. Takmark ritgerðarinnar er að varpa ljósi á eðli þessa sambands og hvaða þýðingu það hefur.
    Niðurstaða rannsóknar á efni reglugerðanna og undirbúningsskjölum er að tilgangur reglugerðanna virðist snúa að umhverfismálum og að samræming innri markaðarins sé markmið eða verkfæri í þágu þessa tilgangs. Samanburður á tilgangi, markmiðum og efnisinnihaldi reglugerðanna og stefnu ESB á sviði umhverfismála leiðir í ljós samband, sem reynist svo sterkt að reglugerðirnar þrjár þykja falla undir umhverfisstefnu ESB.
    Afleiðingar ályktunarinnar eru athugaðar í þremur liðum undir lok ritgerðarinnar. Eðli reglugerðanna er athugað í samhengi við umhverfisrétt ESB. Þær innihalda einkaréttarleg ákvæði með bein lárétt réttaráhrif, sem er óvenjulegt á réttarsviðinu, og sýna fram á áframhaldandi þróun atferlissjónarmiða innan umhverfisréttar. Þá er fjallað um lagaheimild reglugerðanna og samspil 114. gr. og 1. mgr. 192. gr. SSESB. Loks eru dregnar ályktanir um breytingar á viðhorfi Sambandsins til sjálfbærrar þróunar, meðal annars á grundvelli hagfræðilegrar greiningar. Reglugerðirnar virðast gefa til kynna að sjálfbærni hafi öðlast meira vægi við skilgreiningu á hagkvæmri dreifingu auðlinda en áður var og Sambandið gæti verið að þoka sig nær sterkri sjálfbærri þróun á rófi sjálfbærrar þróunar.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð ASH.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing ASH.pdf25.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF