is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35252

Titill: 
  • Efnahagsleg áhrif aukins sjókvíaeldis: Hvaða tækifæri felast í laxeldi í sjó og hver eru möguleg áhrif þess á hagkerfið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fiskeldi er sú grein matvælaframleiðslu sem hefur vaxið mest á síðastliðnum þrem áratugum. Laxeldi er í fararbroddi nútíma fiskeldis í heiminum hvað varðar stjórnun eldisferla og eldistækni. Laxeldi er tiltölulega ung atvinnugrein en einkennist af örum vexti. Einungis fimm lönd standa undir stórum hluta framleiðslu eldislax á heimsvísu í dag og fer nær allt laxeldi í þessum löndum fram í sjókvíum. Aðstæður til sjókvíaeldis hér á landi virðast vera góðar en Ísland hefur lengi verið eftirbátur nágrannalanda sinna í laxeldismálum. Vöxtur laxeldis á Íslandi hefur á síðastliðnum árum verið þó nokkuð myndarlegur og miðað við áform laxeldisfyrirtækja hér á landi gæti Ísland komist á lista yfir fimm stærstu laxeldislönd í heiminum.
    Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að meta efnahagsleg áhrif aukins sjókvíaeldis hér á landi í formi þess virðisauka sem aukin framleiðsla myndar. Einnig verður fjallað um ytri áhrif vegna framleiðsluaukningarinnar, bæði jákvæð og neikvæð.
    Helstu niðurstöður benda til þess að efnahagsleg áhrif aukins sjókvíaeldis, það er virðisaukinn sem aukin framleiðsla myndar, getur verið umtalsverður. Matið byggir meðal annars á forsendum frá nágrannalöndum Íslands sem lengra eru komin í laxeldi og miðað er við margföldunarstuðla úr íslenskum og kanadískum sjávarútvegi. Ef miðað er við þær forsendur og meðal heimsmarkaðsverð á laxi árið 2019 er virðisauki sem myndast við hvert aukið framleitt tonn eldislax 656.000 krónur. Framleiðsluaukning um 500.000 tonn af eldislaxi gæti þannig komið laxeldi langleiðina í átt að því að mynda svipaðan heildarvirðisauka og hefðbundinn sjávarútvegur gerir í dag.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35252


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka BS - Mikael Rafn 12052020.pdf926.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing aðal.pdf121.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF