is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35253

Titill: 
  • „Sértæk“ málþroskaröskun: Hugtakabreyting og áhrif hennar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð sem lögð er fram til B.A.-prófs í almennum málvísindum á hugvísindasviði Háskóla Íslands er fjallað um sértæka málþroskaröskun (e. Specific Language Impairments). Rætt er um helstu einkenni sértækrar málþroskaröskunar, hvernig hún er greind og því velt upp hvort málþroskarröskun séu í raun eins sértæk og nafnið gefur til kynna. Fjallað verður um hugtakabreytingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum, hvers vegna farið var í þessa hugtakabreytingu og áhrif hennar á starf talmeinafræðinga, bæði hér á Íslandi og erlendis. Við gerð ritgerðarinnar voru tekin viðtöl við tvo starfandi talmeinafræðinga á Íslandi vegna skorts á heimildum um áhrif hugtakabreytingarinnar á starf talmeinafræðinga á Íslandi. Niðurstöðurnar eru að ástæða breytingarinnar er m.a. sú að röskunin er ekki eins sértæk og nafn hennar gefur til kynna og algengt er að börn með sértæka málþroskaröskun séu t.d. greind með lesblindu eða ADHD, erfitt hefur reynst að færa rök fyrir því að óyrt greind hafi áhrif á meðferðarúrræði og því hafa greiningarviðmiðum fyrir röskunina, sem nú ber nafnið málþroskaröskun (DLD) (e. Developmental Language Disorder, DLD), verið breytt. Breytingin hefur ekki haft nein teljandi áhrif á starf talmeinafræðinga hér á landi en erlendis hefur þeim börnum sem fá greiningu fjölgað vegna breytingarinnar og því fleiri sem fá viðeigandi meðferð.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman-Yfirlysing-um-meðferð-lokaverkefna-útfyllt.pdf277.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF
%22sértæk%22 málþroskaröskun - hugtakabreyting og áhrif hennar .pdf524.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna