is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35254

Titill: 
  • Áhrif lykiltalna í rekstri á grunnskólaeinkunnir samræmdra prófa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gæði grunnskólamenntunar skipta miklu máli fyrir samfélög nútímans en erfitt er að mæla þau og skilgreina. Í þessari ritgerð verður samband útgjalda á hvern nemanda, hlutfalls nemenda á hvern kennara og niðurstaðna á samræmdum prófum í efstu bekkjardeild skoðað. Farið verður yfir mismunandi álitamál er lúta að framkvæmd gæðamats í grunnskólum og reifaðar verða íslenskar sem og erlendar rannsóknir um áhrifaþætti á niðurstöður hæfniprófa í grunnskólum. Framkvæmd verður aðhvarfsgreining þar sem tilraun er gerð til að taka tillit til ýmissa landfræðilegra og félagshagfræðilegra (e. socio-econonomic) þátta sem áhrif geta haft á niðurstöður prófanna.
    Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að lykiltölur í rekstri grunnskóla hafi áhrif á niðurstöðu þeirra í samræmdum prófum, en félagshagfræðileg staða nemendahópsins og aðrir þættir skipti meira máli. Erfitt er þó að aðgreina þessa þætti, þar sem aðgerðir sem ætlaðar eru til þess að jafna stöðu nemenda hafa oft í för með sér auknar fjárveitingar til grunnskólanna.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif lykiltalna í rekstri grunnskóla.pdf682.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
05-12-2020-16.00.05.pdf127.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF