is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35255

Titill: 
  • "Það er í rauninni enginn séns að fá að vera mannlegur." Upplifun lögreglumanna á ofbeldi og streitu í starf
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Valdbeiting, streita og fjölmiðlaumfjöllun um málefni lögreglunnar er skoðað í verkefni þessu. Valdbeiting lögreglunnar er umdeild meðal almennings og er einn streituvaldur í starfi lögreglumanna. Fjölmiðlar fjalla um málefni líðandi stundar í samfélaginu og annað slagið er fjallað um valdbeitingu lögreglu. Upplifun lögreglumannanna er sú að fjölmiðlaumræðan er einhliða og ósanngjörn og helsta ástæðan fyrir því er sú að lögreglumenn eru bundnir þagnarskyldu. Einnig upplifa viðmælendur að fjölmiðlaumræðan sé töluvert hlutlausari þegar lögreglumenn eru beittir ofbeldi miðað við þegar fjallað er um þegar talið er að lögreglumenn beiti ofbeldi. Þessi upplifun lögreglumanna leiðir til þess að þeim finnst þeir þurfa að eiga við afleiðingar starfs síns í einkalífinu. Verkefnið er byggt á bæði innlendum og erlendum rannsóknum ásamt því að önnur gögn voru höfð til hliðsjónar. Embætti ríkislögreglustjóra hefur í gegnum tíðina framkvæmt reglulegar rannsóknir á streitu og ofbeldi í störfum lögreglu. Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifun lögreglumanna á streitu og ofbeldi í starfi ásamt því að skoða hver upplifun þeirra á fjölmiðlaumfjöllun á málefnum lögreglunnar. Við rannsóknina var notast við eigindlega rannsóknaraðferð út frá grundaðri kenningu og fyrirbæranálgun þar sem tekin voru viðtöl við tíu lögreglumenn með ólíkan bakgrunn og starfa víðsvegar um landið. Niðurstöðurnar sýna fram á að stór hluti viðmælanda hefur orðið fyrir ofbeldi í starfi og að þeir finni fyrir streitu tengdu starfinu. Upplifun lögreglumannanna tíu á streitu er misjöfn en niðurstöður þessa verkefnis sýna að verklag innan lögreglunnar virðist vera óljóst hjá lögreglunni ásamt því að viðmælendur nefna allir að fjölga þurfi lögreglumönnum.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð_thk26..pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
staðfesting_a_skilum_skemma.pdf224.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF