Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35256
Að kunna að lesa er nauðsynleg undirstaða þess að vera virkur þátttakandi í nútíma samfélagi. Einstaklingar þurfa rétta þjálfun og kennslu til þess að ná tökum á lestri. Stýrð kennsla Engelmanns (e. Direct Instruction) er raunprófuð kennsluaðferð sem hefur sýnt fram
á að vera árangursrík í lestrarkennslu. Aðferðin byggir á því að nota handrit til þess að kenna grunnfærni áður en kennsluefni þyngist. Áhersla er að leiðrétta röng svör taflarlaust og veita endurgjöf samstundis auk þess að hrósa fyrir rétt svör. Fimiþjálfun (e. Precision Teaching) er raunprófuð kennsluaðferð sem hefur reynst vel með stýrðri kennslu. Aðferðin hefur það markmið að leiðarljósi að auka fimi (e. fluency) sem vísar í villaulausa, hraða og örugga svörun. Frammistaða er skráð á hröðunarkort (e. Standard Celeration Chart ) til þess að
fylgjast með árangri en markmið er sett áður en mælingar hefjast. Með því að skrá frammistöðu niður er hægt að fylgjast með ef það þarf að breyta kennsluháttum. Afmarkaðar kennsluæfingar (e. Discrete trial training) er kennsluaðferð sem miðar að því að efla nám barna og hefur reynst ákaflega áhrifarík við að kenna börnum aðgreiningu til að auka rétta svörun. Markmið afmarkaðra kennsluæfinga er að minnka röng svör með villulausu námi. Áhersla er á að beita stýringu (e. prompt) til að auka rétta svörun og veita styrki fyrir rétta svörun. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga áhrif stýrðar kennslu og fimiþjálfunnar á
grunnfærni í lestri hjá 13 ára stúlku sem er greind með þroskahömlun og Downs heilkenni. Vegna aðgreiningarvanda þátttakanda var bætt afmörkuðum kennsluæfingum inn í kennsluna. Á þeim stutta tíma sem verkefni fór fram sýndi þátttakandi engar framfarir með aðferðum stýrðrar kennslu og fimiþjálfunnar né sýndi hann sjálfstæða svörun í afmörkuðum
kennsluæfingum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
13 ára stúlka greind með Downs og þroskahömlun fær lestrarkennslu með raunprófuðum aðferðum - Unnur Margrét Sævarsdóttir - .pdf | 1.11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing - Unnur Margrét S.pdf | 264.46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |