is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35257

Titill: 
  • ,,Þetta er bara það sem var í boði" Um aðgreinda vinnustaði fyrir fatlað fólk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á hvernig inngilding (e. inclusion) fatlaðs fólks á almennan vinnumarkað birtist á sérhæfðum vinnustöðum fyrir fatlað fólk. Samningur Sameinuðu þjóðanna var hafður til hliðsjónar og þá sérstaklega 27. gr. samningsins um vinnu og starf. Samningurinn leggur áherslu á samfélagslega inngildingu fatlaðs fólk. Áhersla var lögð á að varpa ljósi á stöðu fatlaðs fólks á aðgreindum vinnustöðum til þess að sjá hvort og þá hvaða hindranir liggja að baki inngildingu fatlaðs fólk á almenna vinnumarkaðinn. Rannsóknin var unnin með eigindlegum aðferðum. Tekin voru 7 opin einstaklingsviðtöl sem voru afrituð og greind.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að fatlaðir starfsmenn upplifa stöðu sína á aðgreindum vinnustöðum sem ákveðna útilokun (e. exclusion) frá almenna vinnmarkaðnum. Þrátt fyrir að aðgreindir vinnustaðir séu skilgreindir sem vinnustaðir fatlaðs fólks voru þó nokkur dæmi um að þeir falli ekki undir almenna skilgreiningu um hvað felst í atvinnu. Út frá frásögn þátttakendanna er almennt búið að flokka þá sem komast á almenna vinnumarkaðinn út frá getu og hæfni. Inngilding fatlaðs fólks á aðgreindum vinnustöðum á almenna vinnumarkaðinn birtist því að mestu leyti að þeim sem geta flokkast undir þann flokk.
    Út frá frásögnum þátttakenda virtust aðgreindu vinnustaðirnir ekki uppfylla öll þau skilyrði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Nokkuð ljóst er að móta þarf skýrari stefnu þegar kemur að atvinnumálum fólks með þroskahömlun svo einhvern framþóun geti átt sér stað og hægt sé að uppfylla þau skilyrði sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AlfheidurHafsteinsdottir_DROG_13mai.pdf702.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Alfheidur-Skemman.pdf712.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF