Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35259
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða safnbyggingar sem rými í borg. Safnhús Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu verður greint út frá rými. Því rými sem það sjálft umlykur og því hvernig það tengist umhverfi sínu, sjálfu borgarrýminu. Þær spurningar sem leitað er svara við í þessari ritgerð eru fjórar. Hvaða áhrif hafa safnrými og borgarrými hvort á annað? Hvernig getur hönnun safnbygginga haft áhrif á tengsl safnrýmis og borgarrýmis? Á hvaða hátt er hægt að líta svo á að borg sé hluti af safnbyggingum og öfugt, hvernig safnbyggingar eru hluti af rými borga? Safnhús Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu verður greint út frá þessum rannsóknarspurningum.
Við greiningu á Hafnarhúsinu verður stuðst við flokkun sem Paul von Naredi-Rainer fjallar um í bók sinni Museum buildings: A design manual, þar flokkar hann safnbyggingar í sex flokka út frá rýmisskipulagi. Einnig verður safnbygging Tate Modern í London greind út frá sömu forsendum og Hafnarhúsið og byggingin notuð sem erlend hliðstæða safnhúss Listasafns Reykjavíkur til að setja það í alþjóðlegt samhengi.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að hönnun safnbyggingar getur verið lykilþáttur varðandi það að tengja safnrými við borgina og þar með bæta umhverfi safnsins auk þess sem það getur komið af stað borgarendurnýjun. Einnig hefur það sýnt sig að safnbygging getur haft tengingar eða snertifleti við borgarrými á fjölbreytta vegu. Út frá viðfangsefni þessarar rannsóknar má segja að Hafnarhúsið hafi náð að verða lifandi menningar- og fræðasetur eins og ætlunin var. Hvað varðar tengsl safnbygginga við borgarrýmið þá getur bygging sem skilrúm verði útilokandi, opin og allt þar á milli. Í tilviki safnbyggingar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu eins og hún er notuð í dag má ef til vill segja að hennar sterkustu tengingar eru við sögu svæðisins frekar en bein tengsl við borgarrýmið í gegnum hönnun safnbyggingarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Olof Bjarnad. safnafræði MA.pdf | 2.04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing ÓB.pdf | 314.1 kB | Lokaður | Yfirlýsing |