is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35260

Titill: 
  • Fall WOW air: Áhrif falls WOW air á þjóðarbú Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikill uppgangur hefur orðið í ferðaþjónustu Íslands á undanförnum árum og hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega á sama tíma. Ein af ástæðum þess var aukið sætaframboð íslensku flugfélaganna en flugfélagið WOW air er talið hafa átt stóran þátt í þessum aukna ferðamannastraumi til landsins með komu sinni á flugmarkaðinn árið 2011. Síðasta áratuginn hefur ferðaþjónustan orðið stærsta atvinnugrein Íslands og var fall WOW air því áhyggjuefni fyrir efnahag landsins. Félagið var komið með 37% markaðshlutdeild í flugi til og frá Íslandi árið 2018 svo ljóst er að flugfélagið skilur eftir sig stórt skarð á flugmarkaðnum. Markmið þessarar rannsóknar er að leggja mat á áhrif falls WOW air á þjóðarbúið eftir mikinn uppgang í ferðaþjónustu landsins síðustu ár. Við greininguna var að mestu notast við gögn frá Ferðamálastofu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands og WOW air. Rannsakandi byrjaði á því að kynna sér sögu WOW air og efnahagsleg umsvif félagsins ásamt því að skoða þróun útflutnings hér á landi undanfarin ár. Rannsakandi kynnti sér síðan þjóðhagfræðilíkön sem notuð voru við greiningu ritgerðarinnar. Þá voru skammtímaáhrif falls WOW air á þjóðarbúið greind ásamt áhrifum líklegra inngripa Seðlabanka Íslands. Næst var lagt mat á tölulega greiningu fallsins. Byrjað var á því að skoða hve mikið útflutningur landsins dróst saman við fall WOW air og síðan lagt mat á útflutningsjöfnu fyrir Ísland samkvæmt hagrannsóknarlíkönum til að meta hve lengi áfallið muni vara í útflutningi landsins. Niðurstaðan var síðan notuð til að áætla áhrif á eftirspurn og framleiðslu. Áhrif fallsins og sá samdráttur sem varð í kjölfar þess voru síðan greind á verga landsframleiðslu Íslands. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að til skamms tíma hafði fall WOW air þau efnahagslegu áhrif að landsframleiðsla Íslands dróst saman við fast verðlag en atvinnuleysi landsins jókst við minnkandi verðbólgu og óbreytt gengi gjaldmiðils. Hvað tölulega greiningu varðar má gera ráð fyrir að útflutningur landsins hafi dregist saman um 47.514 milljónir króna við fallið. Þegar búið var að reikna út þau margföldunaráhrif sem mynduðust í kjölfar fallsins bendir allt til þess að verg landsframleiðsla Íslands hafi dregist saman um 85.525 milljónir króna að öðru óbreyttu við fall WOW air árið 2019.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35260


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fall WOW air - Áhrif falls WOW air á þjóðarbú Íslands - Helga Laufey.pdf3.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing skemman.JPG3.04 MBLokaðurYfirlýsingJPG