is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35264

Titill: 
  • „Það er bara þannig að enginn getur allt og allir geta eitthvað“ Upplifun ungmenna með þroskahömlun af framhaldsskóla og tilfærslu í frekara nám eða vinnu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að leiða í ljós upplifun nemenda á starfsbraut í framhaldsskóla. Lögð var áhersla á að skoða aðdraganda að tilfærslu þeirra frá framhaldsskóla í frekara nám eða á vinnumarkað. Einnig á að skoða hvort ungmenni upplifðu sig upplýst um valmöguleika sína til náms og starfs að loknu námi á starfsbraut og hvort þau upplifðu stuðning og hvatningu til að skoða þá valmöguleika. Tekin voru hálfstöðluð opin viðtöl við sjö ungmenni sem höfðu lokið námi af starfsbraut í framhaldsskóla á árunum 2014 til 2019. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að heilt á litið treystu ungmennin mikið á kennara sína og starfsfólk starfsbrautarinnar meðan á námi stóð. Það sem þeim þótti skemmtilegast við framhaldsskólagönguna voru samskipti við kennarana og vini og spilaði það stóran þátt í jákvæðri upplifun þeirra af skólagöngunni. Ungmennin upplifðu mörg hver blendnar tilfinningar við útskrift úr framhaldsskóla. Mörg upplifðu óvissu um hvað tæki nú við og hvaða þjónusta stæði þeim til boða. Þau þekktu flest til þjónustunnar atvinna með stuðningi hjá Vinnumálastofnun og starfstengds diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun við Háskóla Íslands. Foreldrar, önnur skyldmenni og kennarar voru almennt virk í miðlun upplýsinga um náms- og starfsmöguleika viðmælenda og veittu þeim stuðning og hvatningu til að sækja um framhaldsnám eða störf. Reynsla viðmælenda var þó mismunandi og virtust sumir hvorki upplifa stuðning né hvatningu frá nærumhverfinu til að kynna sér þá valmöguleika sem standa þeim til boða. Viðmælendurnir könnuðust almennt ekki við að unnin hafi verið tilfærsluáætlun fyrir þau þar sem þeirra áhugi eða markmið væru sett fram.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HildurBen.Lokaeintak.pdf757.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.skemma.jpg2.09 MBLokaðurYfirlýsingJPG