Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35269
Í þessari ritgerð er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga í Evrópu á fólksflutninga innan álfunnar. Loftslagsbreytingar er vaxandi vandamál um heim allan með efnahagslegum afleiðingum á innviði og samfélög. Breytingarnar geta einnig leitt til þess að einstaklingar og fjölskyldur neyðist til að flytja og finna sér lífsviðurværi annars staðar en talið er að mynstur fólksflutninga í heminum haldist óbreytt þrátt fyrir önnur orsök þeirra. Fjölmennustu hópar innflytenda á Íslandi frá aldamótum koma upprunalega frá Póllandi og Eystrasaltsríkjunum og er markmið þessarar ritgerða að gera grein fyrir efnahagslegum afleiðingum loftslagsbreytinga og hvaða breytingar eru væntanlegar í framtíðinni frá sjónarhorni Íslands og Evrópu. Einnig verður gert grein fyrir áhrifum fólksflutninga á vinnumarkað og hvernig er hægt að hámarka efnahagslegan ávinning af móttöku flóttafólks. Alþjóðavæðing hefur leitt til aukinna fólksflutninga um heiminn og mörg samfélög orðin afar fjölþjóðleg.
Enn sem komið er finnst engin alþjóðleg skilgreining á loftslagsflóttamönnum né hvaða úrræði gilda í slíkum tilvikum. Einstaklingar á flótta vegna loftslagsbreytinga mun einungis fara fjölgandi og því ekki seinna vænna en að gera grein fyrir þessum nýja hóp fólks sem fram til þessa hafa lifað á svæðum með góð skilyrði fyrir lífvænlega afkomu, en með hröðum loftslagsbreytingum eru skilyrðin á undanhaldi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SoleyOlafsdottir_BS_13.5.2020.pdf | 1,23 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 162,3 kB | Lokaður | Yfirlýsing |