en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3526

Title: 
 • Title is in Icelandic Skyldur stjórnarmanna í hlutafélögum
Other Titles: 
 • Other Titles is in Icelandic The Duties of Directors in Icelandic Limited Liability Companies
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í ritgerðinni er fjallað um skyldur stjórnarmanna í hlutafélögum að íslenskum rétti. Megináherslan er lögð á umfjöllun um skyldur stjórnarmanna samkvæmt lögum um hlutafélög nr. 2/1995, auk þess sem farið er yfir þær skyldur sem hvíla á stjórnarmönnum samkvæmt öðrum lögum og reglum.
  Sérstök áhersla er lögð á samanburð við stöðuna að enskum rétti, en Englendingar réðust nýverið í grundvallar endurskoðun á eigin hlutafélagalöggjöf. Ein veigamesta breytingin í þeim efnum var sú að ákveðið var að skrá skyldur stjórnarmanna í hlutafélögum með tæmandi hætti, en áður voru þær að mestu óskráðar og höfðu mótast í dómaframkvæmd. Auk þessa er litið til nýsamþykktra hlutafélagalaga Dana og undirbúningsgagna sem þar lágu til grundvallar.
  Færð eru rök fyrir því að ein helsta meinsemd íslensks félagaréttar undanfarin ár hafi verið ofræði stærri hluthafa í hlutafélögum. Er því haldið fram að ein leið til að draga úr slíku ofræði væri að útvíkka hugtakið stjórnarmaður, að enskri fyrirmynd, þannig það næði einnig til svokallaðra de facto- og skuggastjórnarmanna. Yrði sú leið farin yrði mönnum eða félögum, sem féllu undir ofangreind hugtök, gert að sæta ábyrgð líkt og lögformlega skipaðir stjórnarmenn væru. Telja verður að með slíkri breytingu myndi löggjafinn senda út skýr skilaboð um að ekki yrði liðið að stórir hluthafar í félögum ráðskist með þau líkt og um einkaeign væri að ræða.
  Farið er ítarlega í hinnar almennu skyldur stjórnarmanna samkvæmt IX. kafla hlutafélagalaga. Fjallað er í nokkru máli um hina óskráðu trúnaðarskyldu og raunar stungið upp á því að henni verði fenginn nokkuð veigameiri sess í íslenskum félagarétti. Einnig er vert að nefna regluna um svigrúm stjórnenda til viðskiptalegrar ákvarðanatöku, en vísbendingar eru um að hún sé að ryðja sér rúms í auknum mæli í íslenskum félagarétti. Loks er farið yfir skyldur stjórnarmanna í hlutafélögum samkvæmt öðrum ákvæðum hlutafélagalaganna, auk annarra laga og reglna.
  Hvað hinar almennu skyldur stjórnarmanna samkvæmt hlutafélagalögum varðar er niðurstaðan í stuttu máli sú að flest allt sé fyrir hendi í lögunum sem þörf er á. Þó eru nokkrar breytingar sem vert væri að athuga. Til að mynda mætti íhuga að bæta uppsetningu laganna, þannig að skyldum stjórnarmanna væri komið fyrir í einum kafla. Verður að telja að umbætur í þá átt yrðu til þess að auka skilvirkni laganna, skýrleika, fyrirsjáanleika og, ekki síst, aðgengi bæði stjórnarmanna og hluthafa að þeim. Einnig er lagt til að hin óskráða trúnaðarskylda verði lögfest með einhverju móti, þannig stjórnarmenn í hlutafélögum, sem og áhrifamiklir hluthafar, geti ekki lengur velkst í vafa um það að stjórnarmenn beri skyldur sínar að meginstefnu gagnvart félaginu.

Accepted: 
 • Sep 8, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3526


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skaftason_fixed[1].pdf853.78 kBOpenHeildartextiPDFView/Open