is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35270

Titill: 
  • Tónelsk tegund: Tilgátur um uppruna tónlistargáfunnar í ljósi náttúruvals
  • Titill er á ensku A musical species: Searching for the adaptive value of musicality
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi leitast við að varpa ljósi á hvernig tónlistargáfa, það er að segja eiginleiki mannsins til þess að tjá og skynja tónlist, þróaðist hjá tegundinni. Ekki er einhugur meðal vísindamanna um hvernig þessi eiginleiki mannsins er til kominn eða hvort, og þá að hvaða leyti, hann hafi stuðlað að aukinni aðlögunarhæfni tegundarinnar. Tilgátum sem ganga út frá því að tónlist hafi þróast vegna aukinnar aðlögunarhæfni má gróflega skipta í tvennt. Í fyrsta lagi er um að ræða tilgátu Darwins (1871) þess efnis að tónlist hefði þróast hjá mönnum vegna kynjaðs vals (e. sexual selection). Tilgáta Darwins fékk lítinn hljómgrunn þar til Miller (2000) vakti hana úr dvala í grein sem birtist um síðustu aldamót. Í öðru lagi er um að ræða tilgátu sem leitast við að útskýra uppruna tónlistar í ljósi jákvæðra áhrifa hennar á félagsleg tengsl (sjá t.d. Roederer, 1984; Freeman, 2000; Hagen og Bryant, 2003 og Dissanayake, 2009). Að endingu má nefna tilgátu Pinkers (1997, bls. 538) um að tónlist hafi ekki aukið aðlögunarhæfni manna eða mannlegra samfélaga. Umfjöllun þessarar ritgerðar á rannsóknum sem lúta að ofangreindum tilgátum leiðir ekki í ljós að trúverðugleiki einnar tilgátu sé meiri en annarrar. Rannsóknir á tilgátunum eru gjarnan ófullkomnar og geta ekki veitt svör við lykilspurningum. Niðurstöður ritgerðarinnar eru því á þá leið að þrátt fyrir að fyrirliggjandi rannsóknir geti veitt innsýn í virkni tónlistar í mannlegum samfélögum í dag, þá gefa þær takmarkaða vísbendingu um uppruna hennar.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Nína-13.05.2020.pdf505,83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-Nina.pdf205,01 kBLokaðurYfirlýsingPDF