is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35274

Titill: 
  • Hafa auglýsingar á samfélagsmiðlum áhrif á líkamsímynd íslenskra kvenna? Félags- og fjölmiðlafræðileg úttekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Konur þurfa að fara eftir ákveðnum hugmyndum um kvenleika til að uppfylla skilyrði sem fylgja því að vera kona. Þær miklu kröfur sem gerðar eru til útlits kvenna mótast af menningu hverju sinni. Með tilkomu samfélagsmiðla hafa kröfurnar aukist og eru konur sífellt minntar á hvernig þær eigi að líta út. Þær auglýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum sýna gjarnan þá stöðluðu ímynd kvenna sem nú er ríkjandi. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort að auglýsingar á samfélagsmiðlum hafi áhrif á líkamsímynd íslenskra kvenna. Notast er við kenningar fræðimannanna Michel Foucault um alsjána og Leon Festinger um félagslegan samanburð. Ásamt því er fjallað um staðalímynd kvenleikans. Framkvæmd var megindleg rannsókn á íslenskum konum og voru þátttakendur á aldrinum 16 til 75 ára. Kannað var hvort að aldur, menntun, hjúskaparstaða, búseta og tími sem varið er á samfélagsmiðlum hefði áhrif á líkamsímynd og viðhorf til auglýsinga. Við úrvinnslu gagna voru gerðar tvær samsettar mælingar. Önnur þeirra beindist að líkamsánægju kvenna og hin að viðhorfi til auglýsinga. Notast var við þær breytur sem taldar eru upp í rannsóknarspurningunni og framkvæmd var aðhvarfsgreining til þess að kanna hvort að þær hefðu áhrif. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar sýna að breyturnar menntun, tíma varið á samfélagsmiðlum, samanburður kvenna, sambúð og gift hafi marktæk áhrif á líkamsánægju kvenna. Aldur hafði marktæk áhrif á viðhorf kvenna til auglýsinga. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að auglýsingar á samfélagsmiðlum hafi áhrif á líkamsímynd íslenskra kvenna. Konur sem eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum stunda frekar félagslegan samanburð sem getur haft neikvæð áhrif á líkamsímynd. Það vakti nokkra athygli hve stór hluti þátttakenda taldi auglýsingar senda röng skilaboð til neytenda og sýna óraunhæfa birtingarmynd af konum. Á sama tíma hafði um það bil helmingur þáttakenda reynt að breyta útliti sínu til þess að falla að útlitskröfum samfélagsins. Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um hversu útbreiddar kröfur kvenleikans eru og mikil áhrif þær hafa á konur.

Samþykkt: 
  • 13.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
auglysingar_konur_ba_iris_lea..pdf991.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Ba_Lea_iris.jpg201 kBLokaðurYfirlýsingJPG