is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35276

Titill: 
 • „Ok, boomer“: Áhrif aldurssamsetningar vinnuaflsins á framleiðni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Undanfarna áratugi hefur aldurssamsetning þróaðra ríkja verið að breytast. Hlutfall þeirra sem eldri eru hefur hækkað í takt við að barnabombu (e. baby boom) kynslóðin eldist. Svipuð þróun hefur átt sér stað hér á landi og gert er ráð fyrir að hlutfall þeirra sem er eldri en 65 ár muni tvöfaldast á næstu 50 árum. Á sama tíma hefur hægt á framleiðnivexti og ein af þeim skýringum sem settar hafa verið fram á því snýr að lýðfræðilegum breytingum í átt að öldrun. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sambandi benda til að breytingar á aldurssamsetningu vinnuaflsins skipti máli þar sem menntun, reynsla og geta til nýsköpunar sé ekki eins yfir starfsævina.
  Þessi rannsókn skoðar tengsl milli aldurssamsetningar vinnuaflsins og framleiðni á Íslandi og í 14 öðrum Vestur-Evrópulöndum. Einnig er skoðað í gegnum hvaða farvegi (e. channels) áhrifin fara; fjármagnsstofn, mannauð eða fjölþáttaframleiðni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samband sé milli aldurs vinnuaflsins og framleiðni. Þær sýna að fólk er framleiðnast á aldrinum 35-54 ára en að framleiðni sé töluvert minni hjá 55-64 ára. Þá hafi aldurshópurinn 15-24 ára beinlínis neikvæð áhrif á framleiðni. Niðurstöðurnar benda til þess að menntunarstig sé helsti farvegur þess að þessir aldurshópar hafi mismikil áhrif á framleiðni. Þá sé fjölþáttaframleiðni einnig minniháttar farvegur en fjármagnsstofninn sé ekki farvegur fyrir þessi mismiklu áhrif. Niðurstöðurnar sýna að framleiðnivöxtur hefur verið um 0,1 prósentustigum minni hér á landi á tímabilinu 2003-2017 miðað við 1997-2002 vegna breytingar á aldurssamsetningu og að árlegur framleiðnivöxtur geti orðið 0,3 prósentustigum minni á næstu 20 árum miðað við mannfjöldaspá og að drifkrafturinn í þessari þróun sé lækkandi hlutfall fólks á aldrinum 25-45 ára.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent decades the age composition of developed countries has been changing. The proportion of older people has risen as the baby boom generation grows older. Similar developments have taken place in Iceland and the proportion of those older than 65 years is expected to double in the next 50 years. At the same time, productivity growth has slowed down and one of the explanations that has been put forth is that of demographic ageing. Studies exploring the connection between workforce demographics and productivity indicate that changes in the workforce age composition are important since education, experience and ability to innovate are not the same throughout the working life.
  This study examines the relationship between the workforce age composition and productivity in Iceland and in 14 other Western European countries. We also look at which channels the effects go though; capital, human resources or total factor productivity. The results of this study indicate that there is a correlation between the workforce demographics and productivity. The results suggest that people are most productive between the ages of 35-54 but less so in the age group 55-64. However, people between 15-24 appear to have a negative effect on productivity. The findings indicate that educational attainment is the main channel for the different effects these age groups have on productivity. Total factor productivity is a minor channel but capital stock does not appear to be a channel for the different effects. The results show that productivity growth was 0,1 percentage points lower in Iceland between 2003-2017 compared to 1997-2002 due to the workforce age composition and that annual productivity growth may be 0,3 percentage points lower in the next 20 years, using the Statistics Iceland population forecast. The driving force in this development is the declining proportion of people between 25-45 years old.

Samþykkt: 
 • 13.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NannaHermannsdottir.pdf944.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf269.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF