is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35277

Titill: 
 • Harkvinna og varnarleysi á íslenskum vinnumarkaði: Aðstæður pólsks launafólks á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Íslenskur vinnumarkaður hefur tekið miklum breytingum samhliða stórbreyttri mannfjöldasamsetningu hér á landi. Staða erlends launafólks á íslenskum vinnumarkaði er gjörólík stöðu Íslendinga. Efling – stéttarfélag stóð að net – og símakönnun sem var lögð fyrir félagsmenn þar árið 2018 þar sem laun og kjör þeirra voru til skoðunar. Hér er framkvæmd greining á þeim gögnum, upplýsingum frá Vinnumálastofnun og efni úr skýrslu á vegum Alþýðusambands Íslands um íslenskan vinnumarkað, erlent launafólk og brotastarfsemi á vinnumarkaði.
  Leitast er við að varpa ljósi á stöðu Pólverja á íslenskum vinnumarkaði með því að bera saman stöðu Pólverja og Íslendinga. Markmiðið er að kanna hvort Pólverjar á Íslandi búi við meira varnarleysi og óöryggi en Íslendingar. Tvö ítarleg gagnasöfn og ein skýrsla liggja til grundvallar þessarar rannsóknar. Sérunnið talnaefni úr atvinnuleysisskrá, launakönnun sem var lögð fyrir félagsmenn Eflingar árið 2018 og skýrsla um erlent launafólk og brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði. Til skoðunar og samanburðar er þróun atvinnuleysis, tekjur, vinnustundir, menntun, húsnæðisúrræði og skráðar launakröfur eftir þjóðernum.
  Niðurstöður sýna að staða Pólverja er um margt ólík stöðu Íslendinga á hérlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi meðal Pólverja á árunum 2009 – 2019 er hlutfallslega meira en hjá Íslendingum öll árin og efnahagsþrengingar hafa djúpstæðari afleiðingar fyrir atvinnuöryggi Pólverja en Íslendinga. Af félagsmönnum Eflingar starfa þeir sem eru pólskumælandi tölfræðilega marktækt fleiri vinnustundir á viku og hafa aðeins lægri tekjur. Háskólamenntun pólskumælandi félagsmanna Eflingar skilar sér einnig verr í tekjur þeirra. Pólskumælandi félagsmenn Eflingar eru einnig tölfræðilega marktækt líklegri en íslenskumælandi til að búa í leiguhúsnæði en eigin húsnæði. Íslenskumælandi félagsmenn Eflingar eru á hinn bóginn líklegastir til að búa í eigin húsnæði. Skráð kjarasamningsbrot eru einnig hlutfallslega fleiri gagnvart Pólverjum hjá verkalýðsfélaginu Eflingu. Það má því lýsa stöðu Pólverja á íslenskum vinnumarkaði þannig að þeir búi við meira varnarleysi og óöryggi en Íslendingar í sambærilegum störfum.

 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic labour market has changed substantially along with the altered demographic composition in Iceland. Employment status and conditions differ considerably between foreign labour and Icelandic nationals. In 2018 the labor union Efling (i. Efling – stéttarfélag) administered survey for members where wages and income were examined. In this paper, I will perform a detailed analysis not only of said data collected by Gallup for Efling, but also of data collected by the Icelandic Directorate of Labour as well as data collected in a report commissioned by the The Icelandic Confederation of Labour (i. Alþýðusamband Íslands) regarding the Icelandic labour market, foreign labour and criminal activities in the labour market.The aim is to elucidate the general disposition of employment status and conditions of Poles in the Icelandic labour market, using a comparison method. Furthermore, I endeavour to examine whether Poles in Iceland experience more vulnerability and insecurity than their Icelandic counterparts. Two comprehensive data sets and one report underlie this research. Numerical data from unemployment roll, the wage survey from Efling and finally information from the report on foreign labour and criminal activities in the labor market in Iceland. The main focus in this paper is comparing the development of unemployment, wages, work hours, education, housing and recorded wage claims assorted by nationality.
  The main findings are that there is a discrepancy regarding employment conditions between Polish and Icelandic labour in Iceland. Unemployment rate during the years 2009 – 2019 was proportionately higher for Poles and the repercussions of austerity had a more profound effect on job security for Poles than Icelanders. Polish speaking members of Efling work statistically more hours per week and have slightly lower wages. University education for Polish speaking members of Efling is less profitable regarding their wages than for Icelandic speaking university educated members. Polish speaking members of Efling are also statistically more likely to live in tenements than to own their homes. Icelandic speaking members of Efling, however, are more likely to own their homes instead of renting them. Registered breaches of regulations regarding agreements on wages and conditions of employment are also proportionately more common against foreign labour than against Icelandic people. Poles in the Icelandic labour market endure more vulnerability and insecurity than Icelandic people in similar jobs.

Samþykkt: 
 • 13.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harkvinna og varnarleysi á íslenskum vinnumarkaði- Aðstæður pólsks launafólks á Íslandi (1).pdf515.21 kBLokaður til...27.06.2020HeildartextiPDF
thumbnail_Image.jpg147.69 kBLokaðurYfirlýsingJPG