Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35281
Áfengismenning er margskonar og eru reglur og hefði tengdar drykkju mjög mismunandi eftir þjóðfélögum og hópum. Ritgerð þessi er skrifuð til þess að reyna að fá heildræna sýn á áfengismenningu Íslendinga. Í byrjun ritgerðarinnar eru hugtökin menning og hnattvæðing skoðuð út frá mannfræðilegu sjónarhorni og þau höfð til hliðsjónar í gegnum alla ritgerðina. Reynt er að komast að niðurtöðu um það hvernig áfengismenningin á Íslandi er og hvað það er sem hefur áhrif á mótun hennar. Farið er í gegnum sögu Íslandsbyggðar með það að leiðarljósi að skoða þróun á áfengisnotkun í sögulegu samhengi. Svo er áfengismenning skoðuð í félaglegu samhengi þar sem sérstaklega er skoðað hvernig ritað hefur verið um áfengi í brúðkaupum á Íslandi. En brúðkaup eru einn sá stærsti félagslegi viðburður í Íslensku samfélagi og hefur mikið verið ritað um þau í gegnum aldirnar. Einnig eru stefna og markmið stjórnvalda í áfengismálum skoðuð og hvaða áhrif lagasetningar hafa haft á áfengisneyslu Íslendinga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaútgáfa BAritgerð Ursula Skemma.pdf | 1,32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing lokaritgerð.pdf | 55,33 kB | Lokaður | Yfirlýsing |