is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35288

Titill: 
  • Stjórnun peningamála í fjármálakreppunni 1914-21 og á líftíma Íslandsbanka hins fyrri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslandsbanki, hinn fyrri, var örlagavaldur í stjórnun efnahagsmála á Íslandi. Stofnun hans árið 1904 leikur stórt hlutverk í togara- og iðnvæðingu Íslands og óbein aðild Íslands að norræna myntbandalaginu í gegnum bankann var jákvæð. Á líftíma bankans, sem var líka seðlabanki, reyndi verulega á getu Íslendinga við stjórnun peningamála. Í fyrri heimsstyrjöldinni var kynt undir verðbólgu með peningaprentun, útlánaukningu í bankakerfinu, auknum ríkisútgjöldum, launahækkunum og erlendri lántöku. Afleiðingin var djúp marglaga fjármálakreppa sem hafði í för með sér fjármagnsflótta, vöruskammtanir og greiðsluþrot íslenska ríkisins árið 1920. Svona illa hefði ekki þurft að fara en bjartsýni í kjölfar fullveldis og stríðsloka birgðu sýn.
    Íslandsbanki var ekki heppilegur seðlabanki fyrir fullvalda þjóð. Hann hefði getað gert margt örðuvísi til að milda fjármálakreppuna og aðstoða stjórnvöld við að ná tökum á stjórnun peningamála að henni lokinni. Sífelldar deilur voru um bankann einkenndu umræðu um íslenskan fjármálamarkað sem staðnaði á 3. áratugnum. Peningastefna stjórnvalda á þriðja áratugnum var ótrúverðug og tilraunir til að taka upp sama gengi og fyrir stríð gengu ekki upp. Fall Íslandsbanka árið 1930 markar upphaf 62 ára tímabils gjaldeyrishafta (1931-1993) og stöðuga hnignun íslensks fjármálakerfis allt fram á 8. áratuginn.
    Fyrir stríð var Ísland að færast nær lífskjörum Vestur Evrópu. Sú þróun hætti á árunum 1914-1929 og í lok tímabilsins var landsframleiðsla á mann 59% af meðaltali ríkja Vestur-Evrópu. Óstjórn í peningamálum er talin eiga þar þátt. Trúverðug peningastefna og stöndugt bankakerfi hefði getað laðað að erlenda fjárfestingu, flýtt fyrir frekari iðnvæðingu og auðveldað Íslendingum að draga úr neikvæðum áhrifum mikilla sveiflna í efnahagslífinu.

Samþykkt: 
  • 14.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásgeir Runólfsson_MSHagfræði_20200513.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf1.31 MBLokaðurYfirlýsingPDF