Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35290
Undanfarin ár hefur neysla áfengis og annarra vímuefna aukist verulega. Nefna má að frá árinu 2008 til 2017 hefur ávísun ópíóða hér á landi aukist um 30%. Mikið er orðið um „saklausa“ neyslu sem leiðir fólk lengra á leið til ávanabindingar þar til hlutirnir fara úr böndunum. Rannsóknir hafa sýnt að misnotkun á áfengi og öðrum vímuefnum hefur ekki einungis slæm áhrif á heilsu neytandans og aðstandendur þeirra heldur er hún einnig verulega kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Stór hluti af þeim kostnaði sem tilkominn er vegna misnotkunar á áfengi og öðrum vímuefnum leggst á samfélagið með margvíslegum hætti. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 1,07% af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna fari í þjónustu sem sinnir áfengis- og vímuefnasjúklingum. Stór hluti þessa kostnaðar er greiddur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, þar með talið viðbótarkostnaður vegna löggæslu, dómskerfis og afplánunar. Sá kostnaður sem vegur hvað þyngst fjárhagslega fyrir samfélagið er framleiðslutap sem verður til þegar einstaklingur ánetjast neyslu og verður óvinnufær tímabundið eða til frambúðar. Hér er átt við minna vinnuframlag vegna afplánunar fangelsisrefsingar, legu á sjúkrahúsum og framleiðslutapi vegna meðferðar og ótímabærrar örorku. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga hvort samfélagslegur kostnaður vegna neyslu áfengis og annarra vímuefna á Íslandi sé á svipuðu róli og erlendar rannsóknir sem hafa metið hana um 1-6% af landsframleiðslu. Niðurstöður kostnaðarmats voru á þá leið að samfélagslegur kostnaður sem rekja má til neyslu áfengis og annarra vímuefna á Íslandi árið 2019, nam um 54.706 m.kr. og er þar af leiðandi um 1,8% af landsframleiðslu Íslands sem er svipað og erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samfélagslegur kostnaður vegna neyslu áfengis og annarra vímuefna.pdf | 1.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Screenshot 2020-05-13 at 23.46.59.png | 157.07 kB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |