is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35291

Titill: 
  • Áhrif sæstrengs á raforkuverð á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Raforkumarkaðurinn á Íslandi er einangraður frá alþjóðlegum raforkumörkuðum vegna landfræðilegrar staðsetningu landsins. Langtímasamningar um sölu á raforku til stóriðju svo sem álframleiðslu rjúfa ekki þá einangrun. Tenging Íslands við raforkumarkaði í Evrópu með lagningu sæstrengs hefur lengi verið í umræðunni hérlendis. Hugmyndir um lagningu sæstrengs frá Íslandi til Evrópu eiga sér töluvert langa sögu og hugmyndin um lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlands virðist fyrst hafa verið viðruð á raffræðingamótinu á Íslandi árið 1952 (Jakob Gíslason, 1962). Víða erlendis tengja sæstrengir saman raforkumarkaði. Landfræðilega einangraðar þjóðir eins og Íslendingar hafa eðli málsins samkvæmt átt erfiðara um vik að byggja eða nýta flutningskerfi í samvinnu við aðrar þjóðir. Þannig hafa Íslendingar þurft að byggja upp stærra hlutfall varaafls en þörf er á.
    Tenging Íslands við raforkumarkaði í Bretlandi er nú talin tæknilega möguleg og ennfremur arðbær (Kvika og Pöyry, 2016). Þar sem samsetning raforkuframleiðlsu hérlendis hentar einkar vel til raforkuútflutnings vegna sveigjanleika vatnsaflvirkjana (Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 2013). Í þessari ritgerð verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort raforkuverð á smásölumarkaði á Íslandi muni breytast með tilkomu sæstrengs til Bretlands og af hverju? Tæknileg útfærsla strengsins verður látin liggja milli hluta. Gert er ráð fyrir að flutningsgeta hans verði 1000 Mw og lengd 1200 kílómetrar eins og gert var í útboði Ríkiskaupa við mat á áhrifum sæstrengs frá árinu 2015 (Kvika og Pöyry, 2016). Til að varpa ljósi á áhrif lagningar sæstrengs milli landana eru raforkumarkaðir beggja vegna strengsins skoðaðir og bornir saman. Stuðst verður við kenningar hagfræðinnar. Samanburður raforkuverðs á Íslandi og í Bretlandi hefur sitt að segja um mögulegar verðbreytingar vegna sæstrengins á smásöluverð. Ásamt því hvernig samsetningu smásöluverðs hérlendis er háttað, þar sem þar sem samspil skattlagningar. flutningskostnaðar og heildsöluverðs leikur lykilhlutverk í mögulegum áhrifum sæstrengs.

Samþykkt: 
  • 14.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni 2020 Yfirlýsing - Jóhann Garðar Jensson.pdf1.04 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Jóhann-Gardar_lokaskil 1.pdf774.42 kBLokaður til...05.05.2100HeildartextiPDF