Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35294
Í þessari ritgerð verða efnahags-, umhverfis-, félags- og menningarleg áhrif ferðamennsku á Ísland skoðuð út frá mannfræðilegu sjónarhorni. Byrjað verður á því að fjalla um upphaf og helstu einkenni ferðamennsku og síðan verður farið yfir samskipti gesta og gestgjafa og þau áhrif sem samfélög heimamanna geta orðið fyrir af völdum ferðamanna. Ferðamennska hefur færst verulega í aukana síðustu áratugi og hefur óneitanlega haft mikil áhrif á efnahag, menningu og allt umhverfi þjóðarinnar. Með tilkomu aukinnar ferðamennsku og áhrifa hennar, hefur áhugi mannfræðinga á rannsóknum á ferðamennsku aukist töluvert. Efnahagur, umhverfi og menning íslensks samfélags hefur breyst mikið með tilkomu ferðamennsku og flokkast áhrifin bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Íslenskt efnahagslíf hefur notið góðs af ferðamennsku og aflar ferðaþjónustan á Íslandi meiri gjaldeyristekna en aðrar atvinnugreinar í landinu. Ferðaþjónustan í landinu hefur einnig skapað mörg atvinnutækifæri með tilkomu aukinnar ferðamennsku til landsins. Ferðamennska hefur töluverð áhrif á náttúrulegt umhverfi áfangastaða, sérstaklega ef mikil aðsókn er að svæðinu sem leiðir til þess að það verður undir auknu álagi. Borið hefur á auknum umhverfisvandamálum í kjölfar mikils straums ferðamanna til landsins sem hefur haft í för með sér töluverð neikvæð áhrif á náttúrulegt landslag. Jákvæð umhverfisleg áhrif ferðamennsku er að hún getur stuðlað að friðlýsingu svæða og einnig stuðlað að auknu aðgengi að náttúrulegum svæðum. Samskipti milli heimamanna og ferðamanna leiða oft til félags- og menningarlegra áhrifa þar sem venjur og gildismat getur breyst. Ferðamenn sýna menningu heimamanna oft mikinn áhuga og kynna þá um leið sína menningu sem getur leitt til nýjunga og betrumbætt staðbundna menningu. Aukin ferðamennska til landsins hefur stuðlað að aukinni vitund heimanna á náttúrulegri ásýnd landsins og hefur kennt Íslendingum að meta eigið land. Aukin ferðamennska getur einnig leitt til neikvæðra félags- og menningarlegra áhrifa og þolmörkum samfélags verið náð og verða þá innfæddir að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og vandamálum sem verða til vegna ferðamanna.
In this thesis, the economic, environmental, and socio-cultural impacts of tourism in Iceland will be examined from an anthropological point of view. We will begin by discussing the beginnings and key characteristics of tourism and then the interaction between hosts and guests will be examined and the impacts that tourism can have on the host culture. Tourism has shifted significantly in the last few decades and has certainly had a major impact on the economy, culture, and the entire environment of the nation. The development of increased tourism and its impacts has led anthropologists to increase their interest in tourism research. The economy, environment, and culture of Icelandic society have changed with the development of tourism, and the impacts are classified both in a positive and negative way. The Icelandic economy has benefited from the tourism industry which generates more foreign exchange income than other industries in the country. The tourism industry in the country has also created many employment opportunities with the development of increased tourism. Increased environmental problems have been followed by a large tourist stream to the country, which has had a considerable negative impact on the natural landscape. A positive environmental impact of tourism is that it can contribute to the protection of areas and also contribute to increased access to natural areas. Communication between hosts and guests often leads to social and cultural influences. Tourists often show a great deal of interest in the local culture and introduce at the same time their culture which can lead to innovative and refined local culture. Increased tourism to Iceland has brought local awareness of the natural appearance of the country and has taught locals to value their own country. Increased tourism can also lead to negative socio-cultural impacts which can lead to the tourism carrying capacity being reached, then the locals must adapt to the changed conditions and problems that arise due to tourists.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A - Rakel Björk.pdf | 505.67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
IMG3.jpg | 563.86 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |