is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35297

Titill: 
  • Möguleikar og áhrif listsköpunar á Vopnafirði: Sýn á gildi listar og tengsl hennar við stað, náttúru og núvitund
  • Titill er á ensku The possibilities and effects of increased artistic expression for the community of Vopnafjörður: Values and views on art and its connection to place, nature and mindfulness.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er hlutverk sköpunar og gildi listar skoðað í sérstöku samhengi við sögu og samfélög en einnig verður farið yfir fræðilega nálgun á þetta skapandi, flæðandi og huglæga fyrirbæri mannsins - list. Tekin voru viðtöl við fjóra viðmælendur sem hafa skapandi áhugamál og eru búsettir á Vopnafirði. Til að setja hugmyndir þeirra um list og sköpun í samhengi var annars vegar gert grein fyrir sögulegu samhengi listarinnar í vestrænu samfélagi og hins vegar sambandi viðmælenda við það listform sem þau stunda. Með viðtölunum kom í ljós að þau hafa ólíka sýn á hvað megi kalla list og hverja megi kalla listamenn. Á meðan gildi þess að skapa var sambærilegt meðal viðmælenda. Fyrir þá skiptir það ekki höfuðmáli hvort sköpun þeirra kallist list eða ekki – heldur jákvæðu áhrifin sem sköpunarferlið gefur þeim og áhrifin sem verk þeirra hafa á aðra. Náttúran og umhverfið á Vopnafirði virðist hafa góð áhrif á sköpunarkraft þeirra sem þar dvelja. Þetta umhverfi kemur viðmælendum í núvitundarástand og veitir þeim innblástur. Undir þessum áhrifum má sjá hvernig náttúran tvinnast saman við sköpunarferli þeirra eða verður hluti af sjálfsmynd þeirra. Tengsl listar og sköpunar við stað, náttúru og núvitund verða þannig greinileg í þessu samhengi viðmælenda. Má þannig gera grein fyrir möguleikum og áhrifum sem list og sköpun getur haft fyrir lítið samfélag úti á landi eins og á Vopnafirði.

Samþykkt: 
  • 14.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Hjördís Björk.pdf551,59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf252,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF