is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35303

Titill: 
  • Hughrif og handverk: Langspilið í upphafi 21. aldar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi 40 eininga meistararitgerð í þjóðfræði fjallar um hughrif og handverk tengt íslenska langspilinu. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem var unnin á tímabilinu frá september 2016 til október 2019. Viðmælendur rannsóknarinnar voru níu talsins og fóru viðtölin ýmist fram á Íslandi eða í Hollandi, en auk viðtalanna voru gerðar þátttöku- og vettvangsrannsóknir. Gagnasöfnun og greiningarferli tók mið af greiningaraðferð grundaðrar kenningar og skynrænni aðferðafræði. Hluti rannsóknarinnar var unnin í samstarfi við mennta- og menningarstofnunina Íslenska bæinn í Austur-Meðalholtum í Flóa en þar fór einnig fram sjálfs-etnógrafía.
    Eina elstu heimild um langspilsleik er að finna í sjálfsævisögu séra Jóns Steingrímssonar frá 18. öld þar sem eldklerkurinn lýsir hughrifum sínum af langspilsleik Þuríðar Ásmundsdóttur á Bæ í Borgarfirði. Hughrif viðmælenda rannsóknarinnar af langspilstónum, rúmum tveimur öldum síðar, eru ekki ósvipuð þeim er séra Jón lýsir og verða hughrif samtíðarfólksins m.a. rædd út frá menningararfsorðræðu og kenningum á sviði þjóðtónlistarfræða.
    Hagnýti þáttur ritgerðinnar fjallar um þróunar- og rannsóknarverkefnið Flóaspilin – langspilssmíðaverkefni sem fór fram í Flóaskóla veturinn 2018–2019. Smíðuð voru 18 langspil með nemendum 5. og 6. bekkjar og um vorið þegar langspilin voru tilbúin, lærðu nemendurnir nokkur þjóðlög sem þau sungu við eigin langspilsundirleik á tveimur skipulögðum viðburðum. Eigindlegi rannsóknarhluti ritgerðarinnar er því skynfræðileg undirstaða langspilssmíðaverkefnisins en ritgerðin dregur fram að bæði hughrifin og handverkið sem langspilið tilheyrir er í eðli sínu fjölmenningarlegt. Þá sýnir rannsóknin að staðbundin menningareinkenni á borð við langspil geti nýst í þverfaglegum nálgunum í listgreinakennslu í grunnskólum þar sem nemendum gefst tækifæri til að kynnast öðrum menningarheimum um leið og þeir eignast hlutdeild í eigin menningararfleið.

Styrktaraðili: 
  • Uppbyggingarsjóður Suðurlands
Samþykkt: 
  • 14.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyjólfur Eyjólfsson MA ritgerð.pdf3.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf175.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF