is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35305

Titill: 
  • Breytingin við skólaskil, skólaval og skuldbinding ungmenna í framhaldsskóla: Þáttur vina og foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun ungmenna af því að fara úr grunnskóla í framhaldsskóla, ástæður sem lágu að baki skólavals og skuldbindingu þeirra til náms og skóla. Sérstök áhersla var lögð á þátt vina og foreldra. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð og byggir á viðtölum við átta þátttakendur sem voru á tuttugasta aldursári og hafa allir stundað nám í framhaldsskóla. Meginniðurstöður leiddu í ljós að upplifun ungmennanna á breytingunni úr grunnskóla í framhaldsskóla fór eftir því hversu vel þau tengdust skólanum og fólkinu þar í upphafi skólagöngu. Þau sem voru strax í upphafi ánægð með skólann og í góðum tengslum við skólaumhverfið, vini og samnemendur höfðu jákvæðustu upplifunina af skólaskilunum. Ungmennin sóttust í góð vinatengsl og að vera hluti af einhverjum hópi í skólanum. Öllum þótti mikilvægt að fá stuðning og hvatningu á námstímanum og þar höfðu foreldrar mikið vægi. Þau ungmenni sem töldu sig hafa fengið stuðning og hvatningu frá þeim sögðu þá hafa sýnt náminu áhuga, skapað þeim gott umhverfi til að sinna því og hvatt þau til ljúka því. Þetta voru sömu atriði og ungmennin sem ekki töldu sig hafa fengið nægilegan stuðning og hvatningu frá foreldrum hefðu viljað fá meira af. Upplifun ungmennanna af stuðningi og hvatningu frá vinum var misjöfn og virtist fara eftir námslegri stöðu þeirra í samanburði við námslega stöðu vina. Þau ungmenni sem voru í sterkari stöðu námslega heldur en vinir þeirra töldu sig síður hafa þurft að reiða sig á stuðning og hvatningu frá þeim á meðan þau sem áttu vini í svipaðri námslegri stöðu og þau sjálf töldu sig hafa þurft á stuðningi þeirra að halda, sérstaklega á álagstímum eins og í prófatíð.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research is to examine the experiences of adolescents when making the transition from elementary to upper secondary school; on what they base their choice of study and the desired school. Special emphasis is placed on the influence of friends and parents. The research employs a qualitative methodology, conducting interviews with eight participants who are twenty years of age and have attended upper secondary school. The results mainly show that the experiences of adolescents when transitioning from elementary school to upper secondary school depends on how well they connect with others from the outset. Those who were pleased with their school from the beginning, connected well with the school environment, friends and other students, had positive experiences while attending school. They made good friendships and joined school groups. They all reported the importance of having support throughout their education, especially from their parents. The students who reported having support and encouragement from their parents said their parents had shown an interest in their studies and created a good study environment for them, as well as setting expectations and encouraging them to achieve them. Students who thought they did not have enough support and encouragement from their parents said they would have preferred to have had it more often. The experiences of the participants regarding support and encouragement from their friends varied and seemed to be connected to their learning ability in comparison to one another. The students who were stronger in learning ability than their friends said that they didn‘t need support and encouragement from them, while those who said they had friends with a similar learning ability to their own said that they needed support from them, especially during exams.

Samþykkt: 
  • 14.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35305


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - Valgerður.jpg pdf.pdf3.52 MBLokaðurYfirlýsingPDF
MA ritgerð - Lokaskjal PDF lokaútgáfa.pdf590.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna