is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35308

Titill: 
  • „Að henda öllu í sama hauginn er úrelt aðferð“. Flokkun og endurvinnsla heimilissorps í daglegu lífi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar 60 eininga meistararitgerðar í þjóðfræði er að draga fram hina ýmsu þætti sem hafa áhrif á upplifun og reynslu einstaklinga af flokkun og endurvinnslu og hvernig þessir þættir spila saman við hugmyndaheiminn sem liggur að baki því hvernig og hvers vegna einstaklingar flokka ruslið sitt. Flokkun og endurvinnsla hafa jafnan verið rannsökuð með megindlegum aðferðum og oft miðað að því að veita yfirvöldum og endurvinnsluaðilum upplýsingar um hvernig megi bæta þjónustu við almenning til að auka flokkun og endurvinnslu heimilissorps í samfélaginu. Þessi ritgerð miðar að öðru. Hún fjallar um samfélag sem þarf að takast á við úrgang sinn á nýjan máta og hvaða afleiðingar það hefur fyrir hversdagslíf einstaklinga. Efnið er sett í samhengi við skrif fræðafólks um hrifakenningar og umhverfismál. Hún byggir á gögnum sem aflað var með eigindlegum aðferðum, svo sem viðtölum, þátttökuathugunum og spurningaskrá. Flestir þátttakendur álitu flokkun og endurvinnslu lið í umhverfisvernd í stærra samhengi, sem sumum þótti hafa fengið of mikið vægi í áherslum yfirvalda. Einnig kom fram sterk gagnrýni á gildi neyslusamfélagsins og jafnframt lýstu þátttakendur áhyggjum um að einstaklingar nýttu flokkun til að friða samviskuna eftir innkaupaferðir. Engu að síður lögðu flestir áherslu á mikilvægi iðjunnar og lögðu sig fram um að sinna henni af kostgæfni. Sumir áttu þó erfitt með það, sökum þess hvernig endurvinnsluþjónustunni var háttað, hvernig hönnun íbúðarhúsnæðisins miðaði að því að allt rusl heimilisins færi í sömu tunnuna undir eldhúsvaskinum og/eða vegna annríkis. Þetta dró fram aðstöðumuninn sem þátttakendur bjuggu við en þeir sem áttu bíl, bjuggu í eigin húsnæði, með nægu geymsluplássi áttu jafnan auðveldara með að aðlaga flokkunina að endurvinnsluþjónustunni og rútínum daglegs lífs. Þeir sem ekki bjuggu eins vel þurftu að hafa meira fyrir því að hanna skipulag í kringum flokkunina og sumir upplifðu gremju yfir því hvernig flokkunin hafði áhrif á ásýnd heimilisins og erfiðar tilfinningar gátu fylgt ef þátttakendur gátu ekki sinnt flokkuninni eins vel og þeir kusu.

Samþykkt: 
  • 14.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EysteinnAriMAritgerð.pdf35.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlýsingEAB-signed.pdf172.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF