en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35310

Title: 
 • Title is in Icelandic Læra íslensk fyrirtæki hvert af öðru? Athugun á samleitni framleiðni á milli fyrirtækja árin 2003-2018
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er framleiðni fyrirtækja og samleitni þeirra á milli. Leitast verður við að svara spurningunni hvort fyrirtæki læri hvert af öðru og þannig vaxi framleiðni hraðar í þeim fyrirtækjum sem auka við sig þekkingu samanborið við þau fyrirtæki sem fremst standa hvað varðar framleiðni.
  Til langs tíma er framleiðniaukning háð vexti tækniþekkingar. Þetta á við bæði um framleiðni landa og fyrirtækja. Hagfræðingarnir Nelson og Phelps settu fram líkan um vöxt tækniþekkingar sem þeir notuðu til að skýra þá krafta sem valda því að tækniþekking vex hraðar eftir því sem hún er lengra frá jafnvæginu í upphafi. Í líkani þeirra er vöxtur tækniþekkingar Harrod-hlutlaus og því er aukning tækniþekkingarinnar aukning á framleiðni vinnuafls. Í fyrirtækjum er þá um að ræða framleiðni þeirra sem þar starfa.
  Í rannsókninni eru notuð gögn fyrir stök fyrirtæki til að rannsaka hvort um sé að ræða samleitni þeirra á milli. Prófað er sérstaklega fyrir β-samleitni með aðhvarfsgreiningu fyrir tvö tímabil, 2003-2007 og 2008-2018. Einnig er σ-samleitni metin út frá dreifingu framleiðni á hvern starfsmann. Þetta er greint hjá átta mismunandi atvinnugreinum. Niðurstöður gefa okkur vísbendingar um að σ-samleitni hafi verið til staðar þegar meðalframleiðni minnkar á árunum eftir 2007. Niðurstöður aðhvarfsgreininganna benda til þess að á báðum tímabilum hafi β-samleitni verið í öllum þeim atvinnugreinum sem skoðaðar voru. Áhrifin voru sterkari á fyrra tímabilinu en því seinna. Þessar niðurstöður benda til þess að fyrirtæki læri hvert af öðru og auki þannig framleiðni sína.

Accepted: 
 • May 14, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35310


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gisli_Mar_Gislason_MS_2020.pdf2.86 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Gisli_Mar_Gislason_yfirlysing_um_medferd_verkefnis.pdf270.64 kBLockedDeclaration of AccessPDF