is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35312

Titill: 
 • Seinfærir foreldrar: áskoranir og stuðningur samfélagsins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða áskoranir og stuðning samfélagsins til seinfærra foreldra og barna þeirra. Rannsóknarspurningarnar tvær skoða ofangreinda þætti er snúa að seinfærum foreldrum annars vegar og börnum þeirra hins vegar. Skilgreiningar á seinfærum foreldrum ber ekki saman eftir nálgun, en í þessari ritgerð er fjallað um seinfæra foreldra sem einstaklinga með væga greindarskerðingu. Farið er yfir kenningagrunn sem talið er gagnlegt að hafa í huga þegar kemur að málefnum seinfærra foreldra.
  Helstu áskoranir samfélagsins þegar kemur að seinfærum foreldrum eru að þær upplýsingar sem þurfa að komast til skila séu skýrar og skilmerkilegar. Þroskahamlaðir einstaklingar ná ekki í upplýsingar á sama hátt og þeir sem eru með fulla greind og því er mikilvægt að setja hlutina þannig fram að allir skilji.
  Stuðningurinn þarf einnig að vera skýr og þarf að veita hann á þann hátt sem hentar hverjum einstaklingi sem best.
  Rannsóknir sýna að börn seinfærra foreldra standa verr að vígi en önnur börn. Áskoranir samfélagsins eru að greina þörfina á þeim stuðningi sem þarf að veita þessum börnum. Stundum nægir að styðja foreldrana í sínu hlutverki en oft á tíðum þarf einnig að styðja börnin.

Samþykkt: 
 • 14.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil-BA-dah28.pdf987.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma-yfirlýsing.pdf289.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF