en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35314

Title: 
  • Title is in Icelandic Stafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi. Notkun, stafræn hæfni og viðhorf.
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar var að kanna stafræna náms- og starfsráðgjöf á Íslandi, með því að kortleggja þá stafrænu tækni sem náms- og starfsráðgjafar nota, kanna stafræna hæfni ráðgjafanna og meta viðhorf þeirra til stafrænnar náms- og starfsráðgjafar. Tækniframfarir og fjórða iðnbyltingin hafa haft umtalsverð áhrif á atvinnulíf og tækninotkun fólks bæði í starfi og í einkalífi og sérstaklega hjá ung fólki. Lítið er vitað um stöðu stafrænnar náms- og starfsráðgjafar hér á landi. Framkvæmd var megindleg rannsókn og sendur út spurningalisti á ráðgjafa í Félagi náms- og starfsráðgjafa. Rannsóknarspurningarnar voru þrjár. Í fyrsta lagi var spurt um notkun á stafrænum miðlum, annars vegar í starfi og hins vegar í ráðgjöf. Þar kom í ljós að þótt að netnotkun sé mjög mikil á meðal Íslendinga og notkun stafrænna miðla í starfi sé algeng hjá þátttakendum, að þá voru sömu miðlar ekki notaðir í jafnmiklum mæli í ráðgjöf. Í öðru lagi var metin stafræn hæfni þátttakenda en hún var flokkuð í fimm lykilþætti sem hver um sig hafði þrjú mismunandi styrkleikastig. Stafræn hæfni var almennt góð hjá þátttakendum en þeir þættir þar sem minnst hæfni virtist vera til staðar var í stafrænum öryggismálum og verkefnalausn. Í þriðja lagi var kannað viðhorf þátttakenda til stafrænnar ráðgjafar og voru niðurstöður svipaðar og fyrri rannsóknir benda til, en þátttakendum finnst meðal annars stafræn ráðgjöf vera góð leið til þess að auka aðgengi að ráðgjafa. Stærsta hindrun fyrir því að nota stafræna ráðgjöf á vinnustað töldu þátttakendur vera skort á fræðslu. Mikilvægt er að þróa stefnumarkmið til að innleiða stafræna ráðgjöf í störf náms- og starfsráðgjafa á Íslandi.

Accepted: 
  • May 14, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35314


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA_StafraenRadgjof.pdf1.57 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlysing.pdf289.19 kBLockedDeclaration of AccessPDF