Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35317
Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er umfjöllun um hlutverk félagsráðgjafa í skólum. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvernig félagsráðgjöf í grunnskólum getur nýst börnum, kennurum og foreldrum. Frá því að skólaskylda var fyrst sett á laggirnar árið 1907 hafa miklar breytingar átt sér stað, bæði á löggjöf um grunnskóla og hlutverki þeirra aðila sem koma að skólastarfinu. Nemendahópurinn er fjölbreyttari en áður og skólaskylda hefur verið lengd í tíu ár. Með nýrri og breyttri skólastefnu um skóla án aðgreiningar hefur félagsmótunarhlutverk skóla aukist. Vegna þessa hefur álag í starfi kennara aukist, sérstaklega vegna þeirra nemenda sem glíma við hegðunar- og/eða samskiptavanda. Skólafélagsráðgjöf er ekki ný af nálinni en er þó ekki lögbundin hér á landi. Hlutverk skólafélagsráðgjafa er að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið með almenna líðan nemenda í huga, og vinna að frekari þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur til að tryggja að allir geta notið sín í skólaumhverfinu. Skólafélagsráðgjafar starfa sem tengiliðir á milli heimila og skóla og aðstoða nemendur og foreldra þeirra við að finna lausnir þegar upp koma erfiðleikar í tengslum við námið.
Helstu niðurstöður gefa til kynna að félagsráðgjafi er nauðsynlegur hlekkur í öllu skólastarfi. Þá benda niðurstöður einnig til þess að brýnt sé að lögbinda störf félagsráðgjafa í skólum til að stuðla að hagsmunum og velferð þeirra sem tilheyra skólasamfélaginu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hafdís Dóra_BAritgerð_Félagsráðgjafar í grunnskólum.pdf | 1.2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Hafdís Dóra_Lokaverkefni_Yfirlýsing.pdf | 661.42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |