is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35318

Titill: 
 • „Ef maður þvingar sig í þetta þá er það ekkert skemmtilegt lengur“: Bóklestur og bókmenntakennsla í framhaldsskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er sjónum beint að lestri og bókmenntakennslu í framhaldsskólum. Bókmenntakennsla í íslenskum framhaldsskólum hafði lítið verið rannsökuð fyrr en með tilkomu ÍNOK-rannsóknarinnar sem lauk árið 2018 og hér verður reynt að dýpka þekkingu á því viðfangsefni enn frekar. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, annars vegar að kanna viðhorf framhaldsskólakennara og nemenda til þeirra bókmennta sem lesnar eru í skólunum og hins vegar að athuga hvort ástæða sé til að gera einhverjar breytingar þar á til að koma til móts við dvínandi lestrargetu og -áhuga ungmenna. Til þess að varpa ljósi á viðfangsefnið voru tekin viðtöl við fimm kennara og þrettán nemendur úr þremur framhaldsskólum og fóru þau viðtöl fram í byrjun febrúar 2020.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru annars vegar þær að greinileg þörf er á því að gera einhverjar breytingar á bókmenntalestri í framhaldsskólum. Nemendur kalla eftir breytingum, þeir vilja flestir fá meira um það að segja hvers konar bókmenntir þeir lesa og eru fæstir hrifnir af því að lesa bækur sem standa þeim fjarri, bæði hvað varðar efni og tíma. Kennarar eru meðvitaðir um að breytinga sé þörf á bókmenntalestri og kennslu almennt til að takast á við þá stöðu sem upp er komin varðandi lestur og læsi ungmenna, en þó má greina uppgjafartón í mörgum kennurum sem sjá ekki fram á að slíkar breytingar verði í bráð.
  Hins vegar sýna niðurstöður rannsóknarinnar greinilega að val á bókmenntum er ekki það eina sem skiptir máli þegar kemur að því að vekja og viðhalda áhuga nemenda á lestri. Þó nemendur kalli eftir breytingum á bókmenntalestri í framhaldsskólum má greina á svörum þeirra að góður kennari geti skipt enn meira máli en efnið sjálft. Góður kennari getur vel gert leiðinlegt eða óáhugavert efni skemmtilegt en á sama tíma getur áhugalítill eða slæmur kennari snúið áhugaverðu efni upp í andstæðu sína. Því er ljóst að ef markmiðið er að efla áhuga nemenda á bóklestri skiptir gríðarlega miklu máli að kennarar noti fjölbreyttar kennsluaðferðir, sýni efninu sjálfir áhuga og leggi sig fram um að ná til nemenda.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis aims to examine reading and literature education in upper secondary schools. Literature education in Icelandic upper secondary schools had not been researched much before the ÍNOK-research project (Icelandic as a subject and a teaching language) and the aim here is to shed an even clearer light on the subject. The objective of this thesis is twofold. Firstly, to examine the general perspective of secondary school teachers and students towards the literature that is read and taught in school, and secondly to determine if changes should be made in that area in order to accommodate adolescents’ decreasing reading capacity and interest. To do this, five teachers and thirteen students from three different secondary schools were interviewed in the beginning of February 2020.
  The research’s primary results show that there is a clear need to make some changes to literature education in secondary schools. Students call for changes, most of them wish to have more say in the choice of literature and usually do not like to read books that are distant from them, whether in time or subject. Teachers are aware that some changes need to be made in literature education, and teaching in general, to do something about the situation that has emerged regarding the reading and literacy of adolescents, although many teachers do not seem to have much faith that changes will be made any time soon.
  Although the choice of literature can be of great importance when it comes to getting students interested in reading, it is not the only thing that matters. Even though students call for a change in the reading of literature in secondary schools they state that a good teacher can be of even greater importance than the choice of subject. A good teacher can make an uninteresting book interesting, but a bad teacher can also make a fun or interesting book seem dull or uninteresting. It is therefore clear that if the aim is to promote adolescents’ interest in reading it is important that teachers use diverse teaching methods, show an interest in the subject and do their very best to get through to students.

Samþykkt: 
 • 14.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigridur-dilja-meistararitgerd.pdf952.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
sigridur-dilja-yfirlysing.pdf167.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF