is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35319

Titill: 
  • Tungumál og tæknivædd börn: Viðhorf barna til íslensku og ensku og tengsl þeirra við skjá- og netnotkun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samfélagsbreytingar og framfarir í tækni undanfarin ár hafa haft víðtæk áhrif á íslenskt málsamfélag. Með auknum fólksflutningum hefur málsambýli íslensku við önnur tungumál, ekki síst ensku, orðið nánara og tækniframförum hefur fylgt ný áskorun, stafrænt málsambýli. Meginmarkmið öndvegisverkefnisins Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis, sem Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson stýrðu á árunum 2016–2019, var að kanna stöðu íslensku og ensku á Íslandi í dag og hvort og þá hvaða áhrif aukin enskunotkun hefur haft á íslensku. Þessi ritgerð er unnin innan þessa rannsóknarverkefnis og þau gögn sem safnað var innan viðtalshluta SMS-verkefnisins liggja til grundvallar þeirri vinnu og þeim niðurstöðum sem hér koma fram. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kortleggja viðhorf barna á aldrinum 3–12 ára til íslensku og ensku og kanna hvort aukið stafrænt ílag eða máláreiti sem börn á þessum aldri verða fyrir hafi áhrif á viðhorf þeirra til tungumálanna tveggja. Í fræðilega hluta ritgerðarinnar verður leitast við að skýra frá þeim áhrifum sem stafrænt málsambýli íslensku og ensku hefur haft á málumhverfi íslenskra barna og hversu mikilvæg viðhorf barna eru þegar kemur að lífvænleika tungumála í svo nánu málsambýli. Mikilvægi ílags á máltökuskeiði verður til umræðu og reynt að varpa ljósi á það hvers kyns stafrænt ílag börn á Íslandi fá.
    Ofangreind atriði voru höfð til hliðsjónar þegar viðhorf 40 barna til íslensku og ensku voru skoðuð í viðtölunum og athugað hvort skjá- og netnotkun hefði áhrif á viðhorf þeirra. Niðurstöður þeirrar athugunar benda til að viðhorf 3–12 ára barna bæði til íslensku og ensku séu jákvæð, og í því sambandi skipta samskipti ekki síst máli. Viðhorf til samskipta á tungumálunum tveimur miðast þó við ólík umdæmi, því á Íslandi eiga allir að tala íslensku en í útlöndum og í samskiptum við ferðamenn og innflytjendur á Íslandi telja börnin mikilvægt að geta talað ensku. Ákveðnir hópar og ákveðnar aðstæður geta þó verið undanskilin þessari alhæfingu, þ.e. þegar allir innan hópsins hafa ekki tök á íslensku eða þegar rætt er um ákveðin málefni, eins og tölvuleiki og kvikmyndir, er einnig í lagi að tala ensku á Íslandi. Ólík viðhorf til íslensku og ensku má einkum greina í tengslum við skólastarf. Börnin tengja góða hæfni í íslensku einkum við skólastarf (,,rétt mál“) en þau töldu sig læra litla ensku í skólanum en mun meira á því að horfa á þætti og annað enskt efni á streymisveitum eins og Netflix og Youtube. Það er því mat barnanna að þau tilenki sér ensku að miklu leyti út frá óvirku stafrænu ílagi í málumhverfinu og börn með mikið stafrænt ílag voru líklegri til að segjast nýta sér það markvisst til að efla enskufærni sína. Mikið stafrænt ílag virðist styrkja sjálfstraust barnanna í notkun ensku en ekki hafa neikvæð áhrif á viðhorf þeirra til móðurmálsins.
    Ef litið er á svör þessara fjörutíu 3–12 ára barna sem vísbendingu um stöðu íslensku gagnvart ensku í málsambýli þessara tungumála virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af afdrifum íslenskunnar. Jákvætt viðhorf yngstu málnotendanna til hennar sem samskiptamáls á Íslandi bendir til sterkrar stöðu hennar nú um stundir, hvað sem síðar verður í stafrænum heimi framtíðarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    Due to rapid fundamental changes in society and advancement in technology in recent years the Icelandic language community has changed drastically. Rising number of immigrants and tourists has lead to an increased language contact between Icelandic and English and following technological progress and enhanced usage of smart devices we now face a new challenge, digital language contact. In 2016, professors Sigríður Sigurjónsdóttir and Eiríkur Rögnvaldsson received a three year grant for the project Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact, but the main aim of this project was to investigate the status of Icelandic and English in Iceland today and model in which ways digital language contact with English in various domains has affected Icelandic.
    This thesis aims to examine the attitudes of 40 children, aged 3–12, towards Icelandic and English and investigate whether increased use of smart devices, and therefore increased digital input, has affected the children’s attitudes towards the two languages. This thesis is based on interviews that were a part of in-depth testing sessions, but those sessions were one of the two main methods for data collection in the MoLiCoDiLaCo-project along with an online survey. The results of this study suggest that Icelandic children are very positive towards both languages, and a common theme was communications. Nevertheless, these languages have different domains for these communications. The children seem to associate Icelandic with communications in Iceland, where there should only be spoken Icelandic. English, on the other hand, they associate with travels and communications abroad and that is where they think it is most important to be able to speak English. English is also important in communications with immigrants in Iceland who don’t speak Icelandic. Certain circumstances can thus call for the use of English in Iceland. These could be where not every child in the conversation group is fluent in Icelandic or when the discussion is about certain topics, e.g. computer games or TV programs. Difference in attitudes towards the two languages were particularly distinguishable when it came to questions about school, where the children associated being good in Icelandic with their schoolwork and speaking grammatically right in these circumstances, whereas it seemed as though they did not think they actually learned English in school and rather learned it from TV shows on Netflix or Youtube. The passive digital input they get from watching shows seems to have a positive affect on their attitudes towards English and children that had a lot of digital input were more confident in their ability to speak English than children with less digital input. Digital input did nevertheless not have affect on their attitudes towards Icelandic.

Samþykkt: 
  • 14.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerdOBS.pdf1,17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf327,79 kBLokaðurYfirlýsingPDF