is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35320

Titill: 
  • Ferill í skilnaðarmálum hjóna og sambúðarfólks: Er leyfi til hjónaskilnaðar torsótt skv. hjúskaparlögum nr. 31/1993?
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Fjölskyldan er lykileining samfélagsins og þar spila náin lífssambönd fólks stórt hlutverk. Þrátt fyrir að hinu æðsta nána lífssambandi tveggja einstaklinga, hjúskapnum, sé ætlað að vera varanleg eining sem sporna eigi gegn því að slíta, eru skilnaðir hjóna samfélagsleg staðreynd. Þeim fer fjölgandi milli áratuga og samhliða þeirri þróun vakna ýmsar áhugaverðar lagalegar spurningar, ekki síst lagapólitískar spurningar. Þá hefur annað sambúðarform, óvígð sambúð, orðið sívinsælla meðal fólks, annað hvort sem undanfari hjúskapar eða það sambúðarform sem fólk velur sér umfram hjúskap í auknum mæli.
    Í þessari ritgerð er varpað ljósi á þær lagalegu hindranir sem settar eru fyrir því að hjón geti fengið leyfi til skilnaðar og þannig sett fram heildarmynd á lögformlegum ferli skilnaðarmála, undir þeirri yfirskrift hvort leyfi til hjónaskilnaðar sé torsótt. Ferill hjónaskilnaðarmála er borinn saman við feril í málum til slita á sambúð og sýnt fram á þá fjölmörgu lagalegu árekstra sem upp geta komið við slit á sambúðarformunum. Þá eru ferill og löggjöf í skilnaðarmálum hjóna og sambúðarfólks á öðrum Norðurlöndum könnuð auk áhugaverðra nýjunga í málaflokknum og leitast við að svara þeirri spurningu hvort, og þá hvaða, breytingar mætti gera á ferli í skilnaðarmálum á Íslandi, í því skyni að auðvelda hjónum að fá leyfi til skilnaðar.

Samþykkt: 
  • 15.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman-yfirlýsing.jpg335.44 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Meistararitgerð LS.pdf969.93 kBLokaður til...15.05.2030HeildartextiPDF