is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35321

Titill: 
  • Fylgifiskar vaktavinnu: Áhrif vaktavinnu á svefn og heilsu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að varpa skýrara ljósi á möguleg áhrif vaktavinnu á svefn, heilsu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Ýmsar rannsóknir hafa gefið til kynna að vaktavinna geti haft neikvæð áhrif á svefn og heilsu. Helstu orsakaþættir fyrir lakari heilsu vaktavinnustarfsmanna má rekja til truflunar á dægursveiflu, streitu, mataræðis, hreyfingarleysis, reykinga og truflunar á félags- og einkalífi. Sumir einstaklingar eru betur í stakk búnir til að takast á við vaktavinnu, á meðan aðrir geta átt í meiri erfiðleikum með að sinna slíku starfi. Ýmsar leiðir eru færar bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að fyrirbyggja og draga úr mögulegum fylgifiskum vakta. Í þessari ritgerð var gerð könnun meðal starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og tóku alls 159 þátt. Niðurstöður gefa vísbendingar um að svefn og heilsa vaktavinnustarfsmanna sé að einhverju leyti lakari en dagvinnustarfsmanna. Vaktavinnustarfsmenn sofa marktækt skemur og eiga oftar erfiðara með að sofna en dagvinnustarfsmenn. Starfsmenn sem starfa á vöktum eru líklegri en dagvinnustarfsmenn til að meta andlega heilsu sína verri, finna fyrir vanlíðan að völdum kvíða og nota tóbak. Engu að síður eru þeir sem starfa á vöktum ívið líklegri til að meta líkamlegu heilsu sína sem góða. Vaktavinnustarfsmenn finna oftast fyrir þreytu og telja sig ekki vera úthvíldir þegar snúið er frá kvöldvakt yfir á dagvakt þar sem átta tímar eru á milli vakta. Aftur á móti finna starfsmenn síst fyrir þreytu á kvöldvöktum. Niðurstöður gefa til kynna að vaktavinnustarfsmenn eru líklegri en þeir sem starfa einungis á daginn til að vera ósammála að auðvelt sé að samræma fjölskyldu og félagslíf að vinnu. Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind hvers fyrirtækis, því er afar mikilvægt að tryggja að starfsmenn hafi gott vinnuumhverfi og að skipulag á vöktum sé gott. Það er öllum til hagsbóta að miðla þekkingu og fræðslu til starfsmanna um mikilvægi þess að vera vel upp lagðir fyrir vaktir. Með því að veita góð ráð er hægt að finna sameiginlegar leiðir til að draga úr mögulegum áhrifum vaktavinnu.
    Lykilorð: Vaktavinna, svefn, heilsa, jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Samþykkt: 
  • 15.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing skemman.pdf1.35 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Fylgifiskar Vaktavinnu - Lokaútgáfa._.pdf741.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna