is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35325

Titill: 
  • "Passa upp á sjálfan sig" Upplifun millistjórnenda af starfsánægju hjá opinberum stofnunum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Millistjórnendur eru mikilvægir tengiliðir í skipulagsheildum þar sem þeir brúa bilið milli yfirmanna og starfsmanna; því er mikilvægt að skoða þátt þeirra í velgengni fyrirtækja.
    Markmið rannsóknarinnar, „Passa upp á sjálfan sig“ – Upplifun millistjórnenda á starfsánægju í opinberum stofnunum á Íslandi, var að öðlast skilning á því hvernig millistjórnendur upplifa starfsánægju. Í þessari rannsókn var sjónum beint að starfsánægju með því að varpa fram rannsóknarspurningunni: „Hvernig upplifa millistjórnendur starfsánægju hjá opinberum stofnunum á Íslandi?“ Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin viðtöl við fimm millistjórnendur í opinberum stofnunum. Viðtöl voru greind og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði til þess að öðlast skilning á upplifun þátttakenda á starfsánægju í opinberum stofnunum. Fræðilegt sjónarhorn rannsóknar var út frá kenningum um stjórnun, með áherslu á starfsánægju og millistjórnendur. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að millistjórnendur upplifðu mikið vinnuálag, neikvæða hópamyndun og bresti í upplýsingamiðlun. Þemun sem birtust voru: Skilvirkt verklag, ósýnilegar fylkingar, „input“, „passa upp á sjálfan sig“ og „sjá árangurinn“. Lagt er til að efla þurfi skilvirkar boðleiðir í upplýsingamiðlun og samskiptum til þess að ýta undir heilbrigðan starfsanda, vellíðan og starfsánægju millistjórnenda í opinberum stofnunum á Íslandi.
    Lykilhugtök rannsóknar: Upplýsingamiðlun, samskipti, ábyrgð, heilbrigður starfsandi og hvati.

Samþykkt: 
  • 15.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Passa upp á sjálfan sig“ - Upplifun millistjórnenda af starfsánægju hjá opinberum stofnunum á Íslandi.pdf586.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf437.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF