is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3533

Titill: 
 • Helstu einkenni og hjúkrunarþarfir sjúklinga í líknarþjónustu á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar: Að kanna einkenni og hjúkrunarþarfir sjúklinga í líknarmeðferð við innlögn í sérhæfða líknarþjónustu og hvort breyting verði á einkennum og þörfum þann tíma sem fólk nýtur þjónustunnar.
  Markmið: Að fá heildarmynd af einkennum og þörfum sjúklingahópsins og kortleggja þarfir fyrir hjúkrun á mismunandi þjónustustigum.
  Þátttakendur: 123 sjúklingar í sérhæfðri líknarþjónustu, 59 karlar og 64 konur, meðalaldur 71 ár.
  Aðferðafræði: Rannsóknin var megindleg langtímarannsókn með þremur mælingum. Gögnin eru hluti af stærra gagnasafni fengið úr rannsókninni „Heildrænt mat á líðan sjúklinga í líknarmeðferð“ sem gerð var innan líknarþjónustunnar á Íslandi. Notað var líknarmælitækið International-Resident Assessment Instrument for Palliative Care (inter-RAI PC). Fyrsta mat fór fram við innlögn sjúklings í sérhæfða líknarþjónustu, annað mat var gert fjórtán dögum síðar og þriðja mat var gert við útskrift úr þjónustunni.
  Niðurstöður: Sjúklingar í sérhæfðri líknarþjónustu höfðu mikla einkennabyrði og umönnunarþörf. Algengustu einkennin voru þreyta, lystarleysi, verkir, svefntruflanir, ónóg næringarinntekt, ógleði, mæði við áreynslu, hægðatregða, munnþurrkur, bjúgur, svefnleysi, dapurt yfirbragð og minni félagsleg samskipti. Tölfræðilega marktækur munur var frá komu í líknarþjónustu og yfir þann tíma sem sjúklingar nutu þjónustunnar á lystarleysi, þyngdartapi vegna ónógrar næringarinntektar, mæði við áreynslu og munnþurrki. Hjúkrunarþarfir sjúklinga jukust jafnt og þétt yfir tímann og voru mestar hjá deyjandi sjúklingum. Líkamleg og vitræn færni minnkaði hjá sjúklingum frá komu í líknarþjónustu og til útskriftar. Ekki var marktækur munur á einkennum og þörfum eftir aldri og kyni nema hvað elsti hópurinn (85 ára og eldri) þurfti mesta aðstoð hjúkrunarfólks og konur fundu oftar fyrir lystarleysi en karlar og höfðu sjaldnar stjórn á hægðum. Ógleði og minni félagsleg samskipti voru mest hjá þeim sem fengu þjónustu í heimahúsi.
  Ályktun: Sjúklingar í sérhæfðri líknarþjónustu hafa mörg einkenni og þurfa mikla aðstoð hjúkrunarfólks. Leita þarf leiða til að bæta mat og meðferð einkenna í líknarmeðferð.

Styrktaraðili: 
 • Öldrunarfræðafélag Íslands,
  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
 • 16.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_Bryndis_Gestsdottir_okt_2009__fixed.pdf5.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna