Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35338
Eftirfarandi ritgerð er lögð fram til MA-prófs í þýskukennslu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um kennsluaðferðir í tungumálum og þróun þeirra. Vísað er til nútíma stafrænnar þróunar og notkun smáforrita (Apps) í tungumálakennslu. Smáforrit og helsti munur þeirra er til umfjöllunar en aðaláherslan í þessari ritgerð er lögð á notkun smáforrita í menntun. Fjallað er um notkun smáforrita í kennslu auk kennslufræðilegrar hugsunar sem geta fylgt stafrænni kennslu og notkun smáforrita.
Vísað er til smáforrita sem notuð voru vorið 2019 við þýskukennslu í íslenskum framhaldsskóla í Reykjavík á meðan höfundur ritgerðarinnar stundaði þar nám í kennslu á vettvangi og greind eru jákvæðu og neikvæðu áhrifin sem geta fylgt stafrænni kennslu og notkun smáforrita. Tilgangur ritgerðarinnar er að gera grein fyrir jákvæðum og neikvæðum áhrifum í sambandi við stafræna kennslu og notkun smáforrita í tungumálakennslu.
„Hvaða kostir og gallar liggja á bak við stafræna kennslu og notkun smáforrita í tungumálakennslu?” er rannsóknaspurningin sem varð fyrir valinu vegna þess að stafræn kennsla hefur verið mjög umdeild en sökum ástands sem skapaðist í kjölfari COVID19 faraldursins og loka þurfti framhaldsskólum tímabundið var einungis stafræn kennsla í boði. Með umfjöllunarefni ritgerðarinnar leggur höfundur sitt að mörkum til þess að gera kennslu í þýsku sem erlendu tungumáli á Íslandi fjölbreyttara og skilvirkara.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Barbara Meyer MA-ritgerd.pdf | 679.09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing MA.pdf | 131.49 kB | Lokaður | Yfirlýsing |