is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35342

Titill: 
 • ,,Hlusta á það sem ekki er sagt": Reynsla millistjórnenda af starfsánægju í íslenskum þjónustufyrirtækjum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar ,, ,,Hlusta á það sem ekki er sagt" - Reynsla millistjórnenda af starfsánægju í íslenskum þjónustufyrirtækjum" var að komast að því hvort stjórnendur beiti hugmyndafræði þjónandi forystu og hvort að hugmyndafræðin geti haft áhrif á starfsánægju undirmanna og hvata í starfi. Vonast er til þess að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst til að auka skilvirkni og starfsánægju á vinnustöðum.
  Rannsóknarspurningin var ,,Hver er reynsla millistjórnenda af starfsánægju í íslenskum þjónustufyrirtækjum?”. Til þess að leita svara við rannsóknarspurningunni, var eigindleg rannsóknaraðferð notuð þar sem stuðst var við fyrirbærafræðilegt sjónarhorn með áherslu á reynslu og upplifun viðmælenda. Viðtöl voru tekin við fimm stjórnendur íslenskra þjónustufyrirtækja. Lykilhugtök rannsóknarinnar voru: Að efla samstarfsfólk, gagnkvæmt traust, auðmýkt og falsleysi, framsýni og að deila forystu og ábyrgð.
  Þemun sem birtust rannsakanda í greiningarferlinu voru: Auðmýkt, traust og samvinna, frelsi og sveigjanleiki og breytingar eru ný tækifæri. Upplifanir og reynsla stjórnenda gáfu vísbendingar um að auðmýkt í fari stjórnanda, gagnkvæmt traust, samvinna og sveigjanleiki í starfi hefðu jákvæð áhrif á starfsánægju. Upplifanir stjórnenda gáfu einnig til kynna að það væru sífelldar breytingar í starfsumhverfi íslenskra þjónustufyrirtækja en breytingar hefðu oft í för með sér umbætur og í kjölfar breytinga mynduðust ný tækifæri.
  Viðtölin voru greind með fyrirbærafræðilegri aðferð. Slík nálgun snýst um að rannsaka svör viðmælenda með opnum huga og koma auga á þætti sem lýsa því fyrirbæri sem verið er að rannsaka. Með greiningunni kom kjarninn í ljós: Auðmýkt stjórnenda hefur jákvæð áhrif á starfsánægju fólks.

Samþykkt: 
 • 18.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Thelma Lind Jóhannsdóttir.pdf559.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
97753491_701952143889873_3513530883057385472_n.jpg171.12 kBLokaðurYfirlýsingJPG