Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35343
Umræða um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hefur ekki verið sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu ár en haustið 2019 náði hún eflaust ákveðnum hápunkti, en þá var Ísland sett á hinn svokallaða gráa lista alþjóðlega starfshópsins The Financial Action Task Force.
Í þessari ritgerð er fjallað um lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem tóku gildi 1. janúar 2019. Ritgerðin hefst á almennri umfjöllun um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, hver voru fyrstu skref sem tekin voru úti í heimi í þeirri baráttu og hvernig innleiðingu reglna um efnið hefur verið háttað hér á landi. Stuttlega verður fjallað um fjórðu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins, sem lög nr. 140/2018 byggja á að mestu, og alþjóðlega starfshópinn FATF, ásamt helstu athugasemdum sem hann gerði við stöðu mála á Íslandi og hvernig brugðist hefur verið við þeim hér. Fjallað verður um innleiðingu tilskipunarinnar í Danmörku og Noregi og farið yfir það helsta sem er ólíkt þar, í samanburði við lög nr. 140/2018. Stuttlega verður fjallað um hlutverk ríkisskattstjóra samkvæmt lögunum. Því næst er komið að meginefni ritgerðarinnar, þvingunarúrræði og viðurlög samkvæmt XII. kafla laganna. Í XII. kafla laganna er að finna heimildir eftirlitsaðila samkvæmt lögunum til að krefjast úrbóta, leggja á dagsektir og stjórnvaldssektir, ljúka málum með sátt, víkja frá stjórn og framkvæmdastjóra tilkynningarskyldra aðila og afturkalla starfsleyfi. Í XII. kafla eru einnig ákvæði sem vernda rétt manna til að fella ekki á sig sök, opinbera birtingu viðurlaga af hálfu eftirlitsaðila og málshöfðunarfrest aðila sem vilja ekki una ákvörðun aðila. Farið verður ítarlega yfir ákvæði XII. kafla og gerð grein fyrir hvað í þeim felst, hvaða spurningar og álitaefni vakna þegar ákvæðin eru skoðuð, og hvaða þýðingu þau geta haft, ef til þess kemur að á þau muni reyna við framkvæmd laganna og hvort ákvæðin feli í sér fullnægjandi innleiðingu á fjórðu peningaþvættistilskipuninni. Að lokum verður farið yfir helstu niðurstöður og hvaða breytingar á lögunum eru æskilegar, að mati höfundar, en telja verður tilefni til að ýmis atriði í ákvæðum XII. kafla verði tekin til skoðunar, þó vissulega séu þau misjafnlega brýn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EG LOKA.pdf | 1,02 MB | Lokaður til...17.05.2035 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing skemman Eggert.pdf | 2,51 MB | Lokaður | Yfirlýsing |