is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35344

Titill: 
  • Femínismi fæðinga: Stofnanavæðing, ljósmæður og fæðingarútkoma í Norður-Ameríku og Evrópu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fæðingar hafa verið viðfangsefni mannfræðinga í mörg ár en þó hafa mannfræðingar mest rannsakað hvernig fæðingar fara fram á hinum ýmsum stöðum í heiminum. Í lok áttunda áratugar var gefin út fyrsta rannsóknin á fæðingarútkomu og upplifun kvenna af fæðingum í nokkrum ríkjum Evrópu og borin saman við Bandaríkin. Í Bandaríkjunum er hefð fyrir því að fæða með lækni og er allt meðgönguferlið mjög læknisvætt á meðan Evrópa hefur farið þá leið að konur fæði að lang mestu leyti undir eftirliti ljósmæðra, þrátt fyrir að stofnana- og sjúkdómavæðing fæðinga hafi átt sér stað á þessum stöðum á sama tíma. Saga stofnunarvæðingarinnar er löng og er hún viðfangsefni margra feminískra fræðimanna nútímans, þar sem færa má rök fyrir því að læknisvæðingin hafi í raun verið útilokun kvenlegra þátta í umönnun þungaðra og fæðandi kvenna. Evrópa og Norður Ameríka fara ólíkar leiðir í umönnun þungaðra kvenna og getur menning innan heilbrigðisstofnana verið skýring á því. Þrátt fyrir að tölfræðin sýni svart á hvítu hvað virki best fyrir farsæla útkomu móður og barns halda ríkin fast í sínar skoðanir og fara sínar eigin leiðir, sem er mögulega hægt að rekja aftur til hinnar flóknu sögu stofnanavæðingarinnar, yfirtöku karla á fæðingarferlinu, kapítalisma og breytinga á menningu í kjölfarið.

  • Útdráttur er á ensku

    Anthropologists have studied birth all around the world but have mostly focused on the event itself in the culture that is being studied. In the late seventies a research was published for the first time comparing western countries on the outcomes of birth and the experiences of the women that gave birth. The study compared the United States and a few Western European countries. In the United States it is common for a woman to seek the care of a doctor when she is pregnant and then give birth in a hospital with the doctor and other medical staff present. In Europe women are much more likely to be in the care of a midwife during pregnancy, birth and for a few weeks after. These methods are different even though the medicalization of birth happened at the same time in both America and Europe. The history of the medicalization of pregnancy and birth is long and complicated and has become a subject of many feminist scholars who claim that the process of medicalization of birth was an exclusion of women from the care of pregnant and birthing women. Northern America and Europe go their separate ways when it comes to care for pregnant women, could culture be one of the reasons for this.? Even though statitistics show what methods have the best outcome for a new mother and her baby, each nation claim that their way is the best, which can be a reflection on the complex history of medicalization, men taking over the birth process, capitalism and the change in culture as a result.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Femínismi fæðinga. Stofnanavæðing, ljósmæður og fæðingarútkoma í Norður-Ameríku og Evrópu. Elfa Eir Einarsdóttir.pdf932.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing- UNDIRSKRIFT.pdf266.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF