is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35346

Titill: 
  • Hvaða þættir eru mikilvægir í huga neytenda þegar kemur að vali á matvöruverslun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Framboð á matvöruverslunum hefur aukist til muna síðastliðna áratugi og standa neytendur frammi fyrir fjölmörgum möguleikum þegar versla á inn fyrir heimilið. Ýmsir þættir á borð við verð, úrval og gæði hafa áhrif á valið. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna hvaða þættir það eru sem neytendur meta mikilvægasta þegar kemur að því að velja matvöruverslun. Ásamt þessum almennu þáttum var kannað hvaða þættir það eru sem viðskiptavinir Fjarðarkaupa meta mikils enda sker verslunin sig töluvert úr fjöldanum á þessum markaði. Framkvæmd var megindleg rannsókn sem 342 einstaklingar tóku þátt í, konur voru 63,9% þátttakenda og karlar 36,1%. Þátttakendur voru á öllum aldri, þó fæstir undir 25 ára.
    Niðurstöður leiddu í ljós að þeir þættir sem þátttakendur líta helst til þegar velja á matvöruverslun eru verð, gæði og það að geta verslað allt í einni verslun. Úrval og staðsetning verslunar var einnig á meðal þátta sem þátttakendur mátu sem mikilvæga. Þessar niðurstöður svipa mjög til fyrri rannsókna sem gerðar hafa verið á sama efni. Áhugavert þótti að ekki fannst marktækur munur eftir aldri og þess að nýta sér sjálfsafgreiðslukassa í matvöruverslunum. Þegar kom að þáttum sem snéru að Fjarðarkaupum voru það sérdeildir á borð við Fræið sem stóðu upp úr. Niðurstöður rannsóknarinnar geta komið sér vel þegar kemur að því að skipuleggja markaðsaðgerðir matvöruverslana. Þær gefa til kynna hvað það er sem neytendur kalla eftir og því ákjósanlegt að stýra markaðsaðgerðum samkvæmt því.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_final_EDB.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf227.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF