is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35352

Titill: 
  • Sjaldan veldur einn þá tveir deila: Ástæður og fjöldi vistarrofsmála í dóma- og sáttabókum 1800-1920.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Svo til alla 19. öldina voru vistráðin vinnuhjú um fjórðungur landsmanna á býlum þar sem húsbændur þeirra réðu búi. Vistarskylda eða vistarband var sú lögbundna ráðstöfun nefnd þegar jarðnæðislausu fólki var skylt að ráða sig til ársvistar ef það hafði ekki annan löglegan atvinnuveg. Var lausamennska bönnuð skilyrðislaust á árunum 1783–1863 en eftir það var hún leyfð með ströngum skilyrðum. Árið 1894 var svo slakað enn frekar á kröfunum og lausamennskuskilmálar rýmkaðir mikið.
    Þrátt fyrir að sambúð húsbænda og hjúa hafi oft og tíðum verið góð kom líka fyrir að gengið var á rétt hjúa eða upp kom ýmiss konar ágreiningur. Stundum varð ósætti milli aðila til þess að hjú fóru úr vist sinni áður en umsömdum ráðningartíma var lokið eða húsbændur ráku hjú sín í burtu. Nefndist þetta vistarrof og er viðfangsefni þessarar ritgerðar. Markmiðið hér er annars vegar að skoða umfang og dreifingu vistarrofsmála sem komu inn á borð sáttanefnda og dómstóla í þremur lögsagnarumdæmum á árunum 1800–1920, en á hinn bóginn verður gerð greining á ástæðum þess að hjú og húsbændur rufu vist. Helstu niðurstöður voru þær að fjöldi og dreifing vistarrofsmála var mismunandi eftir landshlutum og tímabilum þar sem sérstaða Reykjavíkurkaupstaðs kom skýrt fram. Ástæður fyrir vistarrofum voru margvíslegar en hægt var að greina fjórar gerðir vistarrofa eftir því hvaða rökstuðning hjú notuðu til að úskýra brotthlaup sitt.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.ritgerd.Allt. Yfirl. ÁÓ.pdf870.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
scan0003.pdf162.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF