en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35355

Title: 
 • Title is in Icelandic Ný lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019
Degree: 
 • Master's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Með gildistöku laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019 var í fyrsta sinn á Íslandi komið á fót heildstæðri löggjöf um úrskurðaraðila utan dómstóla til að auka hagkvæmni þeirra og skilvirkni. Lagasetningin felur í sér innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/11/ESB frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda utan dómstóla og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB. Hún felur einnig í sér innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 524/2013 frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda með rafrænni málsmeðferð á netinu og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB.
  Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að svara þeirri spurningu um hver þörfin hafi verið fyrir lagabreytingu af þessu tagi og hvort umrædd lög séu líkleg til að svara þeirri þörf. Með lögunum er nýrri kærunefnd komið á fót sem ber nafnið kærunefnd vöru- og þjónustukaupa og samhliða er kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa felld niður. Í ritgerðinni eru málsmeðferðarreglur hinnar nýju kærunefndar bornar saman við reglur um meðferð einkamála fyrir dómstólum og það kannað hvort hætta sé á að þeir sem leggja ágreining sinn fyrir hina nýju kærunefnd fari á mis við þá vönduðu málsmeðferð sem dómstólar tryggja. Að lokum er leitast við að svara spurningunni um hvort neytandanum sé með löggjöfinni veitt sú vernd sem sóst var eftir eða hvort það þurfi að ganga lengra.
  Augljós þörf var fyrir breytingar á því fyrirkomulagi sem gilti fyrir gildistöku laganna en ekki er víst að farið hefði verið í svo umfangsmiklar breytingar ef ekki hefði verið fyrir skyldu til að innleiða gerðir Evrópusambandsins. Umfangsmiklar breytingar eru gerðar á regluverki um lausn deilumála utan dómstóla með setningu laganna og sú stærsta er að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa er með lögunum heimilað að kveða upp bindandi og aðfararhæfa úrskurði í ágreiningsmálum. Það felur í sér réttarbót fyrir neytendur að tryggð sé hagkvæm og skilvirk leið til að fá aðfararhæfa úrlausn með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Hins vegar er ekki tryggt að málsmeðferð fyrir kærunefndum þeim sem lögin fjalla um sé eins vönduð og málsmeðferð fyrir dómstólum.

Accepted: 
 • May 18, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35355


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fjóla Hreindís - Meistararitgerð.pdf684.39 kBLocked Until...2035/05/16Complete TextPDF
Yfirlýsing.pdf424.96 kBLockedDeclaration of AccessPDF