Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35362
Græni skuldabréfamarkaðurinn er enn fjarri því að vera fullmótaður og framtíð hans óljós en forvitnilegt verður að sjá hvort aukin eftirspurn og vöxtur síðustu ára muni halda áfram. Viðfangsefni ritgerðarinnar eru græn skuldabréf og ætlar höfundur að kynna fyrir lesendum tilgang, markmið og notkun grænna skuldabréfa. Græn skuldabréf eru fjármálagerningar þar sem það fjármagn sem safnast með útgáfu þeirra er eyrnarmerkt svokölluðum grænum verkefnum. Með skuldabréfunum er verið að tengja saman stefnur í umhverfismálum með umhverfisvænum verkefnum þar sem ákveðið verklag er sett á með skýrum markmiðum og miklu eftirliti. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort græn skuldabréf eigi skilið lægri ávöxtunarkröfu en hefðbundin skuldabréf og hvort hvatinn sé nægur fyrir fjárfesta að fjárfesta í slíkum bréfum.
Hugmyndin um græn skuldabréf varð til árið 2007 þegar hópur sænskra fjárfesta hafði samband við World Bank Treasury í þeim tilgangi að fjárfesta í verkefnum sem hefðu góð áhrif á loftslagsbreytingar. Ári síðar var fyrsta græna skuldabréfið gefið út og þá var ekki aftur snúið. Vinsældir grænna skuldabréfa jukust með tímanum og árið 2018 gaf Landsvirkjun fyrst íslenskra fyrirtækja út grænt skuldabréf. Heildarútgáfa grænna skuldabréfa nam um 257,5 milljörðum Bandaríkjadala árið 2019 og búið eru að áætla útgáfu upp á 350 milljarða Bandaríkjadala á árinu 2020. Einungis eru fjórir aðilar sem hafa gefið út græn skuldabréf hér á landi ásamt einum sjóði.
Útgefendur hafa velt því fyrir sér hvort græn skuldabréf eigi skilið lægri ávöxtunarkröfu til þess að koma á móts við þann aukakostnað sem útgáfan felur í sér. Einnig má benda á að með lægri kröfu kveiknar hvati hjá útgefendum að nota slík bréf frekar en hefðbundin skuldabréf. Útgefendur halda því fram að fjárfestar þurfa að láta samfélagslega ábyrgð og jákvæð umhverfisáhrif hafa meira vægi heldur en ávöxtun á fjárfestingu sína. Græni skuldabréfamarkaðurinn er ungur að árum og á eftir að vaxa og þróast með árunum. Útgefendur og fjárfestar eiga eftir að finna jafnvægið sem þeir leitast eftir á græna skuldabréfamarkaðnum og þá sérstaklega varðandi ávöxtunarkröfuna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Græn skuldabréf-lokaskil1.pdf | 528,88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing skemmunar[2758].pdf | 484,94 kB | Lokaður | Yfirlýsing |