Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35376
Í þessari ritgerð er fjallað um eftirlit og aðhald með sjóðum um sameiginlega fjárfestingu. Sjóðir sem taka við fé frá almenning og fjárfesta honum geta verið ýmis konar en helstu tegundir þeirra eru verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir, fagfjárfestasjóðir, og lífeyrissjóðir. Ljóst er að sjóðir eru afar mikilvægar einingar á fjármálamarkaði og þjóna sjóðir eins og lífeyrissjóðir afar mikilvægu samfélagslegu hlutverki.
Í því skyni að hafa eftirlit með sjóðum hafa verið lögfest ýmis eftirlitsúrræði handa Fjámálaeftirlitinu. Er Fjármálaeftirlitnu þannig ætlað að hafa bæði fyrirbyggjandi og viðvarandi eftirlit með sjóðunum auk þess sem það getur gripið til úrræða til þess að bregðast við brotum. Auk Fjármálaeftirlitsins er til staðar tiltekið innra eftirlitskerfi hjá sjóðum auk þess sem endurskoðendur gegna mikilvægu aðhaldshlutverki. Verða helstu reglur sem gilda um þessa aðila raktar og skoðað hvernig eftirliti er háttað í framkvæmd.
Þrátt fyrir að tiltekið eftirlit sé til staðar með sjóðum er ljóst að tjón og áföll verða í rekstri þeirra. Þegar um slíka aðstöðu er að ræða kemur til álita hvaða aðilar bera ábyrgð og hvernig ábyrgð þeir geta borið.
Markmiðið með þessari ritgerð er því að leiða í ljós hvaða heimildir eru til staðar til þess að hafa eftirlit með sjóðum, hvaða aðilar geta veitt sjóðum eftirlit og aðhald, hvernig því er háttað í framkvæmd og hverjir bera ábyrgð þegar eftirlit með starfseminni brestur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskjal.GunnarBenediktsson.pdf | 1,39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
GunnarYfirlýsingSkemman.pdf | 261,62 kB | Lokaður | Yfirlýsing |