is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35379

Titill: 
  • Einangrun í refsivörslukerfinu: Íslensk lög og framkvæmd varðandi einangrun gæsluvarðhalds- og afplánunarfanga frá sjónarhóli þjóðaréttar og grundvallarmannréttinda
  • Titill er á ensku Solitary Confinement in the Criminal Justice System: Icelandic Law and Practice on Solitary Confinement on Pre-trial Detainees and Prisoners from the Perspective of International Law and Fundamental Human Rights
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einangrun er notuð í einhverju formi í mörgum fangelsiskerfum um allan heim og hefur verið sögð mesta íhlutun í formi viðurlaga sem lýðræðisríki getur beitt á friðartímum. Um langt skeið hafa áhrif einangrunar á einstaklinga verið rannsökuð og hafa langflestar rannsóknir leitt í ljós að einangrun getur verið þolendum hennar einkar þungbær og hættuleg. Á síðustu árum hafa ítarlegar alþjóðlegar viðmiðunarreglur og staðlar litið dagsins ljós í þeirri von að draga úr umsvifum og notkun einangrunar um allan heim og treysta mannréttindi þeirra sem henni þurfa að sæta. Áhyggjur hafa verið innan alþjóðasamfélagsins um ofnotkun og misbeitingu einangrunar í mörgum ríkjum heims og virðist einnig sem notkun hennar sé víða í vexti. Íslendingar og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa verið þar á meðal en þjóðirnar hafa lengi sætt gagnrýni frá alþjóðlegum eftirlitsnefndum fyrir óhóflega og langvarandi beitingu einangrunar gagnvart gæsluvarðhaldsföngum. Raunar hefur verið vísað til þessarar framkvæmdar sem „sérstaks skandinavísks fyrirbrigðis".
    Í þessari ritgerð verða íslensk lög og framkvæmd, er varða einangrun einstaklinga í íslensku refsivörslukerfi, borin saman við nútímaviðhorf þjóðaréttar og mannréttinda varðandi einangrun. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður gerð grein fyrir inntaki einangrunar og fjallað verður ítarlega um einangrun eins og hún kemur fyrir sjónir í þjóðarétti. Auk þess verður horft til þess hvernig einangrun og áhrif hennar horfa við einni mikilvægustu grundvallarreglu um mannréttindi fyrr og síðar; banni við pyndingum og annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður athyglinni beint að íslenskum lögum og framkvæmd varðandi einangrun, ásamt því að líta til löggjafar annarra Norðurlanda um sama efni. Fjallað verður með gagnrýnum hætti um íslensk lagaákvæði sem heimila beitingu einangrunar og hvernig þeim hefur verið beitt í framkvæmd, í ljósi niðurstaðna úr fyrri hluta ritgerðarinnar. Þessi samanburður leiddi í ljós að íslensk lög tryggja illa mannréttindi þeirra sem látnir eru sæta einangrun með tilheyrandi hættu á að þeir þurfi að þola ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Þá hefur lágmarksheilbrigðisþjónusta til handa þolendum einangrunar verið ófullnægjandi. Ritgerðin leiðir jafnframt í ljós að skortur ríkir meðal Íslendinga á þekkingu þeirra aðstæðna sem teljast í eðli sínu vera einangrun og inntaki einangrunar. Að lokum mun ritgerðin leiða í ljós annmarka á íslensku refsivörslukerfi, sem felur í sér langtímavistun fanga á öryggisdeild fangelsis gegn eigin vilja, með umfangsmiklu inngripi, án viðhlítandi lagastoðar og málsmeðferðar.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis will discuss solitary confinement from the perspective of international and human rights law and how Icelandic law and practice on the use of solitary confinement in the criminal justice system compare. The first part of the thesis outlines the main norms and standards of international law concerning the use of solitary confinement and how solitary confinement and its effects pose a threat to the fundamental principle of the prohibition against torture and other inhuman or degrading treatment or punishment. Further, this thesis will elaborate on the criticism that Iceland has faced for over two decades, as well as other Nordic nations, by the anti-torture committees of the United Nations and Council of Europe, on their extensive use of solitary confinement on pre-trial detainees, will be elaborated on in detail. The second part of the thesis focuses on Icelandic law and practice on the use of solitary confinement, as well as to give an overview of the legislation in other Nordic countries regarding the same subject. The comparison of the Icelandic provisions to the international norms and standards revealed that Icelandic legislation places very few limits on the use of solitary confinement and thus does not provide enough safeguards to ensure that the human rights of an individual, who is subjected to solitary confinement in the criminal justice system, are sufficiently protected. In addition, prisoners in Iceland have not received minimum health care as stipulated by the Icelandic law, as well as international law. It is evident that there exists among Icelanders, to a wide extent, a lack of understanding and knowledge of the different forms of solitary confinement and what it entails. At last, the thesis reveals an ongoing practice in the Icelandic criminal justice system concerning the placement of prisoners in a security section for a prolonged period of time. The prisoner in question can be subjected to substantial restrictions which can amount to solitary confinement. The practice is devoid of a legal basis.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35379


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð-SMM.pdf1,31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Skemman.pdf627,37 kBLokaðurYfirlýsingPDF