is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35381

Titill: 
  • „Jákvæður samkvæmisleikur að taka þátt í innleiðingu á stefnu“: Innleiðing á HÍ21-stefnu Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mótun og innleiðing stefnu er vandasamt verk sem krefst þess að hugað sé að samspili margra þátta eigi árangur, sem leiðir til framþróunar skipulagsheildarinnar, að nást. Fræðimenn hafa komið með margar og mismunandi tillögur að því hvað sé vænlegast til árangurs og í því skyni kynnt til sögunnar ýmsa ramma og módel sem eiga að auðvelda það flókna starf sem innleiðing stefnu er. Hvaða rammi og módel er hentugastur í hverju tilfelli fyrir sig liggur ekki alltaf í augum uppi en krefst þess að hvert og eitt tilvik sé grandskoðað með skipulagsheildina í huga og hvernig því markmiði innleiðingar verður náð að festa stefnuna í sessi til lengri tíma litið. Leitast er við að svara rannsóknarspurningum sem snúa að því hver sé upplifun þeirra sem koma að innleiðingu HÍ21-stefnu Háskóla Íslands, hverjar séu helstu áskoranir innleiðingar HÍ21-stefnu Háskóla Íslands og hvernig Stefnuvitinn henti sem rammi utan um innleiðingu HÍ21-stefnu Háskóla Íslands. Rannsóknin er unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknaraðferð og skoðar rannsakandi upplifun viðmælenda út frá ákveðnu tilviki og flokkast því sem tilviksrannsókn. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar út frá upplifun viðmælenda er að innleiðing HÍ21-stefnu Háskólans hafi verið mikil áskorun og lærdómsferli þar sem gott starf hafi verið unnið en einnig að allmörg tækifæri séu til úrbóta á ákveðnum þáttum innleiðingar sem þurfi að taka tillit til og tryggja að komi til innleiðingar í næstu stefnu Háskólans. Niðurstöður benda einnig til þess að lykilatriði sé að í upphafi innleiðingar sé stuðst við ákveðinn ramma þar sem haldið er utan um innleiðingarferlið með skipulögðum hætti til að auka líkur á að árangur náist. Rannsóknin er framlag til rannsókna á fræðasviðinu að því leyti að hún veitir innsýn í upplifun opinberra stjórnenda og sérfræðinga sem koma að innleiðingu stefnu í stórum háskóla á Íslandi. Hagnýtingargildi rannsóknar felst í því að hún leggur til ákveðnar tillögur til úrbóta.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf310,96 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS ritgerð_Innleiðing á HÍ21-stefnu Háskóla Íslands_Jóhann Ólafur Kristinsson_júní_2020.pdf2,67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna