is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35385

Titill: 
  • Breytingar á lagaumhverfi stjórnarhátta skráðra hlutafélaga í kjölfar efnahagskreppunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þegar litið er yfir sögu félagaréttar og verðbréfamarkaða kemur fljótt í ljós að það eru einkum tveir þættir sem leiða til lagabreytinga: Annars vegar efnahagsleg þörf og hins vegar efnahagshrun og hneykslismál en löggjafinn virðist bregðast við með mun afdráttarlausari hætti í kjölfar efnahagshruns eða hneykslismála. Árið 2008 stóð heimurinn frammi fyrir stærstu efnahagslegu hamförum síðastliðinna áratuga. Í kjölfarið var leitast við að greina hvað fór úrskeiðis og komu þá ýmsir annmarkar á lagaumhverfi stjórnarhátta félaga í ljós. Markmið ritgerðarinnar er að lýsa með heildstæðum hætti hvernig lagaumhverfi stjórnarhátta skráðra hlutafélaga hefur tekið breytingum í framhaldi. Fjallað er um breytingar á lagaumhverfi stjórnarhátta á grundvelli settra laga frá Alþingi, leiðbeininga Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja, gerða á sem stafa frá Evrópusambandinu þar með talið SRD II ásamt meginreglum G20/OECD um stjórnarhætti félaga.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er að þegar litið er heildstætt til breytinganna megi draga þá ályktun að í aðdraganda efnahagskreppunnar hafi stjórnir hlutafélaga fengið að leika lausum hala. Við uppgjör efnahagskreppunnar hafi því bæði verið að leitast við að efla hluthafafundi sem eftirlitseiningu með stjórn, með því að ýta undir aukna þátttöku hluthafa, auka aðhald með félögum og stjórnum með auknu gagnsæi og að skýra ramma hverrar stjórnareiningar svo að hún hlutist ekki til um málefni sem eru á forræði annarrar einingar. Breytingar á reglum um starfskjör hafa einnig sama markmið þar sem þær miða að því að tengja starfskjör stjórnenda við raunverulegan árangur, setja takmörk á breytilega þætti starfskjara svo að þau skapi ekki freistnivanda og séu ekki úr hófi. Þá hafi viðskiptalífið einnig beðið mikils álitshnekkis og því hafi aukið gagnsæi og minnihlutavernd verið liður í að reyna að styrkja ímynd viðskiptalífsins og vinna aftur glatað traust fjárfesta og almennings.
    Þegar litið er til framtíðar mun SRD II hafa mikil áhrif að landsrétti, einkum í ljósi þess hversu mikil áhrif lífeyrissjóðir hafa á íslenskum verðbréfamarkaði og verður áhugavert að sjá hvernig tilskipunin mun vera innleidd. Í SRD II eru einnig ítarlegar reglur um starfskjarastefnur og starfskjaraskýrslur líta fyrst dagsins ljós hér á landi. Þá veltir höfundur því einnig upp hvort yfirstandandi heimsfaraldur COVID-19 muni hafa teljandi áhrif á stjórnarhætti félaga til frambúðar.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytingar á lagaumhverfi stjórnarhátta skráðra hlutafélaga Helga Diljá Gunnarsdóttir.pdf1.1 MBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF
Yfirlýsing vegna skemmunnar.pdf776.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF