is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35387

Titill: 
  • Grekismi sem framandgerving í elegíum Propertiusar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA–prófs í latínu við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Umfjöllunarefnið er grísk málleg áhrif eða grekismi (e. Grecism) í elegíum latneska skáldsins Propertiusar sem var uppi á síðari hluta fyrstu aldar fyrir Krist. Grekismi er meira áberandi í máli Propertiusar en margra samtímaskálda hans. Fjallað er stuttlega um Propertius og rómversku elegíuna áður en viðhorf til grískunotkunar í rómversku samfélagi eru rædd sem og fyrri skrif um stíl Propertiusar. Síðari hluti ritgerðarinnar fæst við grískunotkun Propertiusar. Umfangi grískra mállegra áhrifa (grekisma) í ljóðum hans er bæði lýst og þau áhrif sem notkunin hefur eru reifuð. Sérstök áhersla er lögð á hugmyndina um framandgervingu (e. foreignisation) sem er talin geta varpað ljósi á athyglisverð atriði við notkun Propertiusar á grekisma. Sú hugmynd virðist vera í andstöðu við markmið latnesku skáldanna að leggja undir sig grískar bókmenntagreinar og gera þær að sínum.
    Fræðimenn hafa gjarnan látið þá hugmynd í veðri vaka að grískunotkun latnesku skáldanna þjóni einna helst þeim tilgangi að vera til skrauts eða auka ljóðrænu ljóðanna. Þeirri hugmynd er hafnað og talið er að hér fari betur að líta á notkunina sem meðvitað val Propertiusar til þess að halda í grískt samhengi.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grekismi sem framandgerving-Sólveig Hrönn.pdf747.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-skemman.SHH.pdf1.51 MBLokaðurYfirlýsingPDF